Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2025 20:01 Jónsi ávarpaði salinn og tók lagið. Mummi Lú Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú
Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein