Kennarar óttist vanefndir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 12:00 Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara kvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira