Kvennafótboltaflið heimsins settu nýtt met á síðasta ári og þetta met segir mikið um þróun mála í kvennafótboltanum í dag.
Félögin eyddu alls 15,6 milljónum dollara í leikmenn sem fóru á milli landa en þetta kemur fram í skýrslu frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta eru meira en tveir milljarðar í íslenskum krónum.
Eins er þetta líka tvöfalt meira en var eytt í fótboltakonur árið á undan og það er enn eitt risastökkið á síðustu árum. ESPN segir frá.
Alls fengu 695 kvennalið félagsskipti fyrir 2284 leikmenn á árinu 2024 en peningar fóru á milli félaga í 124 af þessum félagsskiptum.
Þetta er 20,8 prósent aukning frá árinu á undan.
Ein ótrúlegast tölfræðin er þó sú að þetta er sjötta árið í röð þar sem félagsskiptamarkaðurinn í kvennafótboltanum stækkar meira en tuttugu prósent milli ára.
Mest var borgað fyrir Racheal Kundananji sem fór á milli frá Real Madrid á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum. Bay FC borgaði 786 þúsund dollara fyrir hana eða 110 milljónir króna.
Per FIFA's latest global transfer report for 2024: Women's football oversaw 2,284 transfers (+20.8%) and total spending of USD 15.6 million, more than twice the amount in 2023.
— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) January 30, 2025
U.S. had the most players transferred internationally followed by Brazil. Interesting trends shown. pic.twitter.com/FOEmVcjll6