Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 16:02 Enn er verið að leita að fólki í Podomac-ánni. AP/Mark Schiefelbein Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið. Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Þetta sagði Pete Hegseth, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News og í myndbandi sem varnarmálaráðuneytið birti á X. AP fréttaveitan hefur eftir aðilum innan hersins að ekki sé vitað með vissu hvort flugmennirnir hafi verið með nætursjónaukana á sér þegar slysið varð. Þar segir hann einnig að búið sé að stöðva flug frá umræddri herstöð í að minnsta kosti tvo sólarhringa á meðan rannsakað er hvernig slysið varð. Hvort þyrlunni hafi verið flogið í réttri hæð og á réttri leið. Update on Guantanamo Bay Operations and @SecDef Hegseth Addresses Tragic Mishap Involving US Army Helicopter pic.twitter.com/80J5djB4oP— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) January 30, 2025 Hvorki Hegseth né talsmenn ráðuneytisins hafa reynt að útskýra af hverju áhöfn þyrlunnar var við æfingar að kvöldi til við svo stóran flugvöll en það ku vera algengt. Þyrlan var af gerðinni UH-60 Black Hawk og var henni flogið frá Fort Belvoir herstöðinni í Virginíu. Þrír menn voru um borð og eru þeir allir látnir. Farþegaþotan var af gerðinni Bombardier CRJ700. Ekki er talið að einhver af þeim 64 sem voru um borð í þotunni hafi lifað af. Flugvélin fannst í þremur hlutum í ánni og er sömuleiðis búið að finna brak úr þyrlunni. Að minnsta kosti 28 lík hafa fundist. Hér má sýna flugleiðiðr þyrlunnar og þotunnar, sem var í aðflugi að Ronald Reagan flugvellinum.AP Heyra má á upptökum flugumferðarstjóra að innan við þrjátíu sekúndum áður en slysið varð spurði flugumferðarstjóri hvort flugmenn þyrlu sæju flugvélina í aðflugi. Skömmu síðar sagði hann áhöfninni bíða eftir þotunni en ekkert svar barst. Nokkrum sekúndum síðar varð slysið.
Bandaríkin Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52
Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. 30. janúar 2025 06:14