Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 11:39 Guðmundur Ari er nýr á þinginu og hann furðar sig á viðbrögðum Sjálfstæðismanna, hann hefur aldrei vitað til þess að fólk slægi eign sinni á opinber rými. vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira