Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:47 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, býst við mikilli stemningu í Iðnó í kvöld. vísir/vilhelm Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum. „Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
„Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira