Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar 30. janúar 2025 08:31 Það virðist sem það sé mikil þörf á að fræða fólk, a.m.k. einstaklinga innan sambands íslenskra sveitafélaga, um hvað skólastarf snúist og er þetta tilraun til þess.Ég varð nefnilega orðlaus þegar ég las viðtal við Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samningarnefndar sveitafélaga. Það er eins og hún viti ekkert um skólastarf. Ef þetta er samningartækni þá skil ég ekki hvernig hún á að virka. Sé ekki hvernig það getur verið hagur sveitafélaganna að fara með ósannindi í þeim tilgangi að reyna að fá foreldra upp á móti kennurum og um leið grafa undan góðu skólastarfi í þeim tilgangi að brjóta niður baráttu kennara fyrir því að sveitarfélögin efni gefin loforð frá 2016. Það sem hún segir á sér ekki neina stoð í raunveruleikanum sem ég upplifi í mínu starfi. Ég skildi varla sumt sem ég las, eins og t.d.: Ákvæði um skipulag vinnudagsins er til að mynda tímaskekkja að mati sveitarfélaganna. (mbl.is, 27.01.25) Hvað er hún að meina? Er hún að segja að það að nemendur séu með stundatöflu sé tímaskekkja? Tímarnir í stundatöflu eru það eina sem er fyrirfram ákveðið í mínum degi þannig ég sé ekki hvað annað hún gæti verið að meina. Svo heldur hún áfram: „Það er verið að ákveða nákvæmlega í hvað tími kennara fer í innan dagsins. Það er auðvitað ekki þannig hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Menn taka að sér ákveðin störf og ákveðna ábyrgð sem þeir sinna eins og það kemur fyrir. Verkefnin detta inn. Við þekkjum það öll, við erum ekki með það fyrirfram ákveðið hvernig dagurinn er. Þeir geta verið býsna ólíkir dagarnir okkar í vinnunni og það er það sem við viljum ná fram. Að það sé þá meiri sveigjanleiki í starfseminni, bæði fyrir kennara og líka fyrir vinnuveitanda. Þannig þetta eru hlutir sem koma kennurum jafnt til góða, þetta er ekki bara einhliða. Alls ekki,“ segir Inga (mbl.is, 27.01.25) „Í alvöru“, segi ég nú bara. Ef það er eitthvað starf sem er fjölbreytt og engir dagar eins þá er það grunnskólakennarastarfið. Ég sem grunnskólakennari tek á hverju ári að mér ákveðin störf og ákveðna ábyrgð og vinn þau eftir þörfum hverju sinni og ég vinn þau þegar það þarf að vinna þau. Á þeim er engin klukka heldur geri ég það sem þarf, þegar það þarf. Ábyrgð mín í ár er t.d. umsjón með 23 nemendum sem ég hitti í 20 mínútur á dag eftir stundatöflu þar sem ætlast er til að nemendur sinni lestri og svo auka 55 mínútur einu sinni í viku til að sinna nemendum á annan hátt, þ.e. fylgjast með hvernig gengur í náminu o.fl. Þess fyrir utan gef ég mér tíma í samskipti við heimili þessara nemenda, mismikið eftir umfangi hvers og eins, og eins fylgi ég hverjum nemanda virkt eftir dag frá degi og reyni að sýna þeim og þeirra málum áhuga hvenær sem færi gefst. Að auki er ég í samstarfi við aðra kennara sem kenna sama árgangi og ég. Á þessu er engin tímamæling. Stærsti hluti kennslu minnar er síðan stærðfræði. Þar kenni ég fimm hópum, 4 x 55 mínútur á viku, eftir stundatöflu. Stærð hópanna er á bilinu 22-32 nemendur og allir hóparnir eru ólíkir í aldri og námsþörfum og þarfnast mikið til mismunandi undirbúnings. Ef ég væri að kenna 100% stöðu þá myndi ég kenna fjórum hópum en þar sem ég kenni mikla yfirvinnu þá eru hóparnir 5. Því miður fer mikið af undirbúningnum í námsefnisgerð þar sem námsefnið í stærðfræði sem gefið er út af MMS er handónýtt og illa unnið. Við styðjumst því ennþá við námsefni útgefið árið 1986 sem er löngu hætt að gefa út. Síðan fer mikill tími í að fara yfir verkefni og próf og vera í samstarfi við hina sex stærðfræðikennarana í skólanum. Stærðfræðikennslunni fylgja líka foreldrasamskipti og ég reyni að sýna stærðfræðinemendum mínum jafn mikinn áhuga og umsjónarnendum mínum því þannig næst bestur árangur. Eðlilega reyni ég líka að fylgjast með nýjungum í faginu og vinna almennt að skólaþróun. Ég kenni líka forritun og hönnun sem valgrein (First Lego League), keppnishóp og grunnhópa í að samtals að meðaltali þrjár 55 mínútna kennslustundir á viku. Þetta er yfirvinna eins og þessi eini stærðfræðihópur. Þessi kennsla dreifist mjög misjafnt yfir árið. Mikið áhlaup að hausti sem þýðir helgar- og kvöldvinna fram að keppni og svo minna á vorönn þegar grunnhóparnir eru. Þessi hópar eru litlir vegna eðlis kennslunnar og rýmisins sem hún fer fram í. Það geta verið allt að 10 í hverjum hóp og samtals eru þetta þrír hópar sem kennslan dreifist á. Eins og fram hefur komið í fyrri pistli er þetta um 140% staða. Það að kenna svona mikið þýðir linnulausa kvöld- og helgarvinnu því foreldrasamskipti, undirbúningur og yfirferð kemst ekki fyrir innan venjulegs vinnuramma enda væri það ansi óeðlilegt ef 140% starf rúmaðist inni í honum. Þá væri eitthvað að mælingunni á starfinu. Það er nefnilega ekkert að mælingunni á starfinu. 26 kennslustundir (40 mínútna) á viku í skóla án aðgreiningar er passleg 100% staða ef þú vilt að kennarar sinni því sem þarf að sinna og geri það vel. Svona mikil yfirvinna eins og ég vinn tekur toll, bæði í mínu prívatlífi og í vinnunni. Hvað varðar vinnuna þá hefur þetta slítandi áhrif og veldur því að það er erfiðara að vinna að starfsþróun því tími er alls staðar af skornum skammti og oft vildi ég kafa nánar í málin en hef einfaldlega ekki tíma. Mikil yfirvinna erfiðar líka samvinnu því ég er bundin í kennslu nánast frá morgni til loka venjulegs vinnudags. Þó ég telji mig vera góðan kennara sem sinni vinnunni vel þá veit ég að ég gæti verið ennþá betri kennari ef ég þyrfti ekki að kenna svona mikið. Það er því alveg furðulegt að Inga Rún skuli telja það leið til launahækkunar að kennarar kenni meira eins og kemur fram hér: Einfaldasta dæmið væri að kennari hefði þann sveigjanleika að geta valið að kenna meira og fengi þá hærri laun fyrir það. Eða tæki að sér ákveðin verkefni sem væru metin verðmætari en önnur. „Það eru alltaf ákveðin tækifæri ef menn taka að sér meiri ábyrgð eða meira álag, þá fylgir því væntanlega einhver umbun. Við erum svolítið að horfa á það þannig.“ (mbl.is, 27.01.25) Til að það sé alveg á hreinu að þá stóð hvergi í samkomulaginu frá 2016 að jafna þyrfti laun milli markaða með því að leiðrétta vinnuframlag opinberra starfsmanna þannig að þeir ættu að vinna meira. Það stóð aðeins að það ætti að jafna launin. Að kenna meira er einmitt það sem ég geri og það skilar því að ég vinn flest kvöld og mikið um helgar. Það er ekki launahækkun að kennarar kenni meira – það kallast yfirvinna. Fólk hlýtur að skilja það. En vissulega væri það framför ef sambandið myndi bjóða að það væri hægt að skila einhverjum tímum t.d. í námsefnisgerð eða skólaþróun sem hluta að vinnunni og þá væri kennsluskyldan minni en 26 tímar. Það væri mikil framsækni í samningagerð og farsælt fyrir skólastarf. Það myndi einnig mögulega stuðla að því að fleiri entust í þessu starfi. En það er ekki það sem er verið að bjóða. Kennarar eiga að vinna meira, þ.e. þeir eiga að borga sína launaleiðréttingu sjálfir og helst gera það brosandi. Það virðast fáir skilja að það er vöntun á kennurum og ástæðan er mikið álag og léleg kjör, því þú þarft að vera í meira en 100% starfi til að vera með þokkalega afkomu. Að vinna mikla yfirvinnu eða vinna annað hlutastarf að auki er álag. Þetta á bæði við um grunnskólakennara og leikskólakennara. Fólk verður að skilja að lausnin er ekki að auka álagið og klukkustundirnar á viku á þessar stéttir. Að hækka launin minnkar álagið því þá geta kennarar dregið úr þeirri aukavinnu sem þeir eru í núna til að vera með þokkalega afkomu. Sambandið verður að skilja að leiðin til að fá betri starfsmenn er einmitt að hækka launin. Þessi ásækni sambandsins í að auka kennsluskylduna til að spara sýnir þröngsýni og vanþekkingu á íslensku skólakerfi sem er skóli án aðgreiningar. Þessi vanþekking er einmitt ástæðan fyrir því að það er algjörlega nauðsynlegt að skilgreina kennsluskyldu í samningum kennara og verður það áfram. Vissulega er þessi hækkun sem þarf til að jafna kjör á milli markaða töluverð, m.a.s. veldur því að Sigriður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdarstjóra samtaka atvinnulífsins finnur þörf hjá sér að ræða það í kvöldfréttunum (alveg merkilegt hvað allir vilja hafa skoðun á launum kennara og finnst allt í lagi að svíkja gert samkomulag ). Áttum okkur á því að sveitarfélögin eru búin að hafa 9 ár til að gera þetta í þrepum en völdu að gera það ekki, greinilega með von um að getað hummað þetta af sér. Þess vegna er þetta krafa um bratta hækkun núna. Það þarf líka að átta sig á því að kennarar hafa á móti orðið fyrir skerðingu í 9 ár sem hefur sparað pening fyrir sveitarfélögin. Við erum ekki að biðja um afturvirka leiðréttingu. Við viljum aðeins að störf okkar séu metin miðað við menntun og ábyrgð og séu á pari við aðra háskólamenntaða sérfræðinga á almennum markaði eins og kveðið var á um í samkomulaginu. Það er líka alveg klárt að kennarastéttin gerir sér alveg grein fyrir því að aukin réttindi reiknast til tekna í svona reikningsdæmum. Ég skal viðurkenna að ég er sammála um að það er löngu tímabært að yfirfara samningana okkar og mögulega hnýta í þá hér og þar til að auðvelda þá eins og kemur fram að sé vilji sambandsins í eftirfarandi orðum Ingu Rúnar: „Það þýðir að það eru ýmis rekstrarstýrandi ákvæði inn í samningum kennara sem eiga ekki heima þar að okkar mati og eru ekki í samningum annarra sérfræðinga hjá okkur, eða opinberum markaði. Það eru ýmsar lagfæringar sem við viljum gera á samningum og teljum mjög nauðsynlegt að gera, en þau hafa ekki verið til samtals um það og eru ekki til samtals um það,“ (mbl.is 27.01.25) Hvað átt er við með „rekstrarstýrandi ákvæðum“ er ekki gott að segja og það verður að viðurkennast að það ríkir ekki mikið traust á milli aðila eftir samninga síðustu 20 ára en enginn samningur er hafinn yfir gagnrýni og það er eðlilegt að taka málin til ákveðinnar endurskoðunar með jöfnu millibili. En þessi vinna verður aldrei unnin á skömmum tíma við samningarborðið með þessari samninganefnd svo mikið er víst. Þessi vinna þyrfti að vera í mikilli samvinnu við allt skólasamfélagið og með aðstoð utanaðkomandi aðila. Ef allir aðilar myndu ná að horfa á það verkefni með opnum hug væri örugglega hægt að gera a.m.k. samning grunnskólakennara auðveldari með því að skera af honum eitthvað sem kann að vera úrelt. Höfum það samt alveg á hreinu að kennsluskyldan er ekki hluti af því en vissulega má finna margt í samningunum sem er óþarflega flókið og getur valdið vandræðum í samstarfi ef tekið er bókstaflega og er í raun óþarfa texti og að vissu leyti fallinn úr gildi þar sem enginn vinnur lengur eftir honum. Ég ætla í lokin að skora á ríkissáttasemjara að fá aðila til að setjast niður aftur, semja um þær launahækkanir sem um ræðir. Þær komi til framkvæmda á einu ári og á sama tíma verði skrifað undir samkomulag um að fara í vinnu með skólasamfélaginu og utanaðkomandi fagaðilum að stuðla að breytingum á uppbyggingu samninga kennara með það að leiðarljósi að gera þá einfaldari og skilvirkari. Hæfilegur tímarammi í verkið væri 6-10 ár. Þetta er fyrirkomulag hefur hugnast sveitarfélögunum, sbr. samkomulagið um jöfnun lífeyrisréttinda frá því árið 2016, og ætti því ekki að standa á þeim að afgreiða málið með þessum hætti eins og þeir afgreiddu 7. greinina á sínum tíma. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Stephensen Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Það virðist sem það sé mikil þörf á að fræða fólk, a.m.k. einstaklinga innan sambands íslenskra sveitafélaga, um hvað skólastarf snúist og er þetta tilraun til þess.Ég varð nefnilega orðlaus þegar ég las viðtal við Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samningarnefndar sveitafélaga. Það er eins og hún viti ekkert um skólastarf. Ef þetta er samningartækni þá skil ég ekki hvernig hún á að virka. Sé ekki hvernig það getur verið hagur sveitafélaganna að fara með ósannindi í þeim tilgangi að reyna að fá foreldra upp á móti kennurum og um leið grafa undan góðu skólastarfi í þeim tilgangi að brjóta niður baráttu kennara fyrir því að sveitarfélögin efni gefin loforð frá 2016. Það sem hún segir á sér ekki neina stoð í raunveruleikanum sem ég upplifi í mínu starfi. Ég skildi varla sumt sem ég las, eins og t.d.: Ákvæði um skipulag vinnudagsins er til að mynda tímaskekkja að mati sveitarfélaganna. (mbl.is, 27.01.25) Hvað er hún að meina? Er hún að segja að það að nemendur séu með stundatöflu sé tímaskekkja? Tímarnir í stundatöflu eru það eina sem er fyrirfram ákveðið í mínum degi þannig ég sé ekki hvað annað hún gæti verið að meina. Svo heldur hún áfram: „Það er verið að ákveða nákvæmlega í hvað tími kennara fer í innan dagsins. Það er auðvitað ekki þannig hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Menn taka að sér ákveðin störf og ákveðna ábyrgð sem þeir sinna eins og það kemur fyrir. Verkefnin detta inn. Við þekkjum það öll, við erum ekki með það fyrirfram ákveðið hvernig dagurinn er. Þeir geta verið býsna ólíkir dagarnir okkar í vinnunni og það er það sem við viljum ná fram. Að það sé þá meiri sveigjanleiki í starfseminni, bæði fyrir kennara og líka fyrir vinnuveitanda. Þannig þetta eru hlutir sem koma kennurum jafnt til góða, þetta er ekki bara einhliða. Alls ekki,“ segir Inga (mbl.is, 27.01.25) „Í alvöru“, segi ég nú bara. Ef það er eitthvað starf sem er fjölbreytt og engir dagar eins þá er það grunnskólakennarastarfið. Ég sem grunnskólakennari tek á hverju ári að mér ákveðin störf og ákveðna ábyrgð og vinn þau eftir þörfum hverju sinni og ég vinn þau þegar það þarf að vinna þau. Á þeim er engin klukka heldur geri ég það sem þarf, þegar það þarf. Ábyrgð mín í ár er t.d. umsjón með 23 nemendum sem ég hitti í 20 mínútur á dag eftir stundatöflu þar sem ætlast er til að nemendur sinni lestri og svo auka 55 mínútur einu sinni í viku til að sinna nemendum á annan hátt, þ.e. fylgjast með hvernig gengur í náminu o.fl. Þess fyrir utan gef ég mér tíma í samskipti við heimili þessara nemenda, mismikið eftir umfangi hvers og eins, og eins fylgi ég hverjum nemanda virkt eftir dag frá degi og reyni að sýna þeim og þeirra málum áhuga hvenær sem færi gefst. Að auki er ég í samstarfi við aðra kennara sem kenna sama árgangi og ég. Á þessu er engin tímamæling. Stærsti hluti kennslu minnar er síðan stærðfræði. Þar kenni ég fimm hópum, 4 x 55 mínútur á viku, eftir stundatöflu. Stærð hópanna er á bilinu 22-32 nemendur og allir hóparnir eru ólíkir í aldri og námsþörfum og þarfnast mikið til mismunandi undirbúnings. Ef ég væri að kenna 100% stöðu þá myndi ég kenna fjórum hópum en þar sem ég kenni mikla yfirvinnu þá eru hóparnir 5. Því miður fer mikið af undirbúningnum í námsefnisgerð þar sem námsefnið í stærðfræði sem gefið er út af MMS er handónýtt og illa unnið. Við styðjumst því ennþá við námsefni útgefið árið 1986 sem er löngu hætt að gefa út. Síðan fer mikill tími í að fara yfir verkefni og próf og vera í samstarfi við hina sex stærðfræðikennarana í skólanum. Stærðfræðikennslunni fylgja líka foreldrasamskipti og ég reyni að sýna stærðfræðinemendum mínum jafn mikinn áhuga og umsjónarnendum mínum því þannig næst bestur árangur. Eðlilega reyni ég líka að fylgjast með nýjungum í faginu og vinna almennt að skólaþróun. Ég kenni líka forritun og hönnun sem valgrein (First Lego League), keppnishóp og grunnhópa í að samtals að meðaltali þrjár 55 mínútna kennslustundir á viku. Þetta er yfirvinna eins og þessi eini stærðfræðihópur. Þessi kennsla dreifist mjög misjafnt yfir árið. Mikið áhlaup að hausti sem þýðir helgar- og kvöldvinna fram að keppni og svo minna á vorönn þegar grunnhóparnir eru. Þessi hópar eru litlir vegna eðlis kennslunnar og rýmisins sem hún fer fram í. Það geta verið allt að 10 í hverjum hóp og samtals eru þetta þrír hópar sem kennslan dreifist á. Eins og fram hefur komið í fyrri pistli er þetta um 140% staða. Það að kenna svona mikið þýðir linnulausa kvöld- og helgarvinnu því foreldrasamskipti, undirbúningur og yfirferð kemst ekki fyrir innan venjulegs vinnuramma enda væri það ansi óeðlilegt ef 140% starf rúmaðist inni í honum. Þá væri eitthvað að mælingunni á starfinu. Það er nefnilega ekkert að mælingunni á starfinu. 26 kennslustundir (40 mínútna) á viku í skóla án aðgreiningar er passleg 100% staða ef þú vilt að kennarar sinni því sem þarf að sinna og geri það vel. Svona mikil yfirvinna eins og ég vinn tekur toll, bæði í mínu prívatlífi og í vinnunni. Hvað varðar vinnuna þá hefur þetta slítandi áhrif og veldur því að það er erfiðara að vinna að starfsþróun því tími er alls staðar af skornum skammti og oft vildi ég kafa nánar í málin en hef einfaldlega ekki tíma. Mikil yfirvinna erfiðar líka samvinnu því ég er bundin í kennslu nánast frá morgni til loka venjulegs vinnudags. Þó ég telji mig vera góðan kennara sem sinni vinnunni vel þá veit ég að ég gæti verið ennþá betri kennari ef ég þyrfti ekki að kenna svona mikið. Það er því alveg furðulegt að Inga Rún skuli telja það leið til launahækkunar að kennarar kenni meira eins og kemur fram hér: Einfaldasta dæmið væri að kennari hefði þann sveigjanleika að geta valið að kenna meira og fengi þá hærri laun fyrir það. Eða tæki að sér ákveðin verkefni sem væru metin verðmætari en önnur. „Það eru alltaf ákveðin tækifæri ef menn taka að sér meiri ábyrgð eða meira álag, þá fylgir því væntanlega einhver umbun. Við erum svolítið að horfa á það þannig.“ (mbl.is, 27.01.25) Til að það sé alveg á hreinu að þá stóð hvergi í samkomulaginu frá 2016 að jafna þyrfti laun milli markaða með því að leiðrétta vinnuframlag opinberra starfsmanna þannig að þeir ættu að vinna meira. Það stóð aðeins að það ætti að jafna launin. Að kenna meira er einmitt það sem ég geri og það skilar því að ég vinn flest kvöld og mikið um helgar. Það er ekki launahækkun að kennarar kenni meira – það kallast yfirvinna. Fólk hlýtur að skilja það. En vissulega væri það framför ef sambandið myndi bjóða að það væri hægt að skila einhverjum tímum t.d. í námsefnisgerð eða skólaþróun sem hluta að vinnunni og þá væri kennsluskyldan minni en 26 tímar. Það væri mikil framsækni í samningagerð og farsælt fyrir skólastarf. Það myndi einnig mögulega stuðla að því að fleiri entust í þessu starfi. En það er ekki það sem er verið að bjóða. Kennarar eiga að vinna meira, þ.e. þeir eiga að borga sína launaleiðréttingu sjálfir og helst gera það brosandi. Það virðast fáir skilja að það er vöntun á kennurum og ástæðan er mikið álag og léleg kjör, því þú þarft að vera í meira en 100% starfi til að vera með þokkalega afkomu. Að vinna mikla yfirvinnu eða vinna annað hlutastarf að auki er álag. Þetta á bæði við um grunnskólakennara og leikskólakennara. Fólk verður að skilja að lausnin er ekki að auka álagið og klukkustundirnar á viku á þessar stéttir. Að hækka launin minnkar álagið því þá geta kennarar dregið úr þeirri aukavinnu sem þeir eru í núna til að vera með þokkalega afkomu. Sambandið verður að skilja að leiðin til að fá betri starfsmenn er einmitt að hækka launin. Þessi ásækni sambandsins í að auka kennsluskylduna til að spara sýnir þröngsýni og vanþekkingu á íslensku skólakerfi sem er skóli án aðgreiningar. Þessi vanþekking er einmitt ástæðan fyrir því að það er algjörlega nauðsynlegt að skilgreina kennsluskyldu í samningum kennara og verður það áfram. Vissulega er þessi hækkun sem þarf til að jafna kjör á milli markaða töluverð, m.a.s. veldur því að Sigriður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdarstjóra samtaka atvinnulífsins finnur þörf hjá sér að ræða það í kvöldfréttunum (alveg merkilegt hvað allir vilja hafa skoðun á launum kennara og finnst allt í lagi að svíkja gert samkomulag ). Áttum okkur á því að sveitarfélögin eru búin að hafa 9 ár til að gera þetta í þrepum en völdu að gera það ekki, greinilega með von um að getað hummað þetta af sér. Þess vegna er þetta krafa um bratta hækkun núna. Það þarf líka að átta sig á því að kennarar hafa á móti orðið fyrir skerðingu í 9 ár sem hefur sparað pening fyrir sveitarfélögin. Við erum ekki að biðja um afturvirka leiðréttingu. Við viljum aðeins að störf okkar séu metin miðað við menntun og ábyrgð og séu á pari við aðra háskólamenntaða sérfræðinga á almennum markaði eins og kveðið var á um í samkomulaginu. Það er líka alveg klárt að kennarastéttin gerir sér alveg grein fyrir því að aukin réttindi reiknast til tekna í svona reikningsdæmum. Ég skal viðurkenna að ég er sammála um að það er löngu tímabært að yfirfara samningana okkar og mögulega hnýta í þá hér og þar til að auðvelda þá eins og kemur fram að sé vilji sambandsins í eftirfarandi orðum Ingu Rúnar: „Það þýðir að það eru ýmis rekstrarstýrandi ákvæði inn í samningum kennara sem eiga ekki heima þar að okkar mati og eru ekki í samningum annarra sérfræðinga hjá okkur, eða opinberum markaði. Það eru ýmsar lagfæringar sem við viljum gera á samningum og teljum mjög nauðsynlegt að gera, en þau hafa ekki verið til samtals um það og eru ekki til samtals um það,“ (mbl.is 27.01.25) Hvað átt er við með „rekstrarstýrandi ákvæðum“ er ekki gott að segja og það verður að viðurkennast að það ríkir ekki mikið traust á milli aðila eftir samninga síðustu 20 ára en enginn samningur er hafinn yfir gagnrýni og það er eðlilegt að taka málin til ákveðinnar endurskoðunar með jöfnu millibili. En þessi vinna verður aldrei unnin á skömmum tíma við samningarborðið með þessari samninganefnd svo mikið er víst. Þessi vinna þyrfti að vera í mikilli samvinnu við allt skólasamfélagið og með aðstoð utanaðkomandi aðila. Ef allir aðilar myndu ná að horfa á það verkefni með opnum hug væri örugglega hægt að gera a.m.k. samning grunnskólakennara auðveldari með því að skera af honum eitthvað sem kann að vera úrelt. Höfum það samt alveg á hreinu að kennsluskyldan er ekki hluti af því en vissulega má finna margt í samningunum sem er óþarflega flókið og getur valdið vandræðum í samstarfi ef tekið er bókstaflega og er í raun óþarfa texti og að vissu leyti fallinn úr gildi þar sem enginn vinnur lengur eftir honum. Ég ætla í lokin að skora á ríkissáttasemjara að fá aðila til að setjast niður aftur, semja um þær launahækkanir sem um ræðir. Þær komi til framkvæmda á einu ári og á sama tíma verði skrifað undir samkomulag um að fara í vinnu með skólasamfélaginu og utanaðkomandi fagaðilum að stuðla að breytingum á uppbyggingu samninga kennara með það að leiðarljósi að gera þá einfaldari og skilvirkari. Hæfilegur tímarammi í verkið væri 6-10 ár. Þetta er fyrirkomulag hefur hugnast sveitarfélögunum, sbr. samkomulagið um jöfnun lífeyrisréttinda frá því árið 2016, og ætti því ekki að standa á þeim að afgreiða málið með þessum hætti eins og þeir afgreiddu 7. greinina á sínum tíma. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar