Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 18:24 Tæplega þrjú hundruð málaliðar eru sagðir hafa gefist upp í Rúanda í dag. AP/Moses Sawasawa Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Goma er höfuðborg héraðsins Norður-Kivu í Austur-Kongó en við landamæri ríkisins og Rúanda og segja yfirvöld í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, og Sameinuðu þjóðirnar að hermenn frá Rúanda taki þátt í átökunum við hlið uppreisnarmanna M23. Mikill fjöldi hermanna frá Austur-Kongó hafa farið yfir landamærin og gefist þar upp fyrir hermönnum frá Rúanda. Þá hafa einnig borist fréttir af því að tæplega þrjú hundruð málaliðar frá Rúmeníu, sem hafa barist með her Austur-Kongó, hafi einnig gefist upp í Rúanda í dag. Yfirvöld þar í landi hafa sýnt myndefni af þeim á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Romanian Mercenaries who fought alongside a coalition comprising FARDC, SAMIDRC, FDLR, and Wazalendo will be evacuated from MONUSCO headquarters in Goma to Rubavu, before continuing to Kigali and flying back to Romania.#Goma #M23 pic.twitter.com/zwa1UFcCrW— RadioTv10 Rwanda (@Radiotv10rwanda) January 29, 2025 Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld í Austur-Kongó notað málaliða frá Rúmeníu og öðrum ríkjum til að berjast gegn M23 undanfarin tvö ár. #DRCongo 🇨🇩: a total of 288 Romanian mercenaries surrendered to #Rwanda following their crossing of the border from #Goma, which is now under #M23 control.It is estimated that around 800 Romanians are active within the DRC, hired by the government to maintain security. pic.twitter.com/oag0ZPINca— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 29, 2025 Átök tíð á svæðinu Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Átök á þessu svæði hafa verið mjög tíð í áratugi og snúa að miklu leyti um átök milli mismunandi þjóðflokka og yfirráð yfir dýrmætum námum á svæðinu en þegar ástandið var hvað verst átti sér stað umfangsmikið þjóðarmorð i Rúanda fyrir um þrjátíu árum. Uppreisnarmenn M23 náðu fyrst tökum á Goma árið 2013. Þeir hörfuðu þó eftir að samkomulag var gert en hófu árásir á Austur-Kongó að nýju árið 2021. Átökin nýju náðu svo hámarki fyrr í vikunni þegar uppreisnarmennirnir lögðu Goma aftur undir sig. Sækja til suðurs Uppreisnarmenn hafa í dag sést sækja fram suður með bökkum Kivu-vatns í átt að borginni Bukavu, eins og áður hefur komið fram. Takist þeim að sækja langt fram og ná borginni á sitt vald munu þeir hafa náð lagt meira landsvæði undir sig en nokkurn tímann áður og kemur fram í frétt Reuters að hætt sé við því að átökin muni vinda upp á sig og fleiri ríki dragast inn í þau. Félix Tshisekedi, forseti Austur-Kongó, tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki að taka þátt í viðræðum sem vonast var til að gætu bundið enda á átökin. William Ruto, forseti Kenía, hafði boðið Tshisekedi og Paul Kagame, forseta Rúanda á fjarfund í kvöld. BBC hefur þó eftir fjölmiðlum í Austur-Kongó að ríkið muni ekki taka þátt í þessum fundi. Kortið hér að neðan sýnir svæðið sem um ræðir. Sjá má Goma við norðurenda Kivu-vatns og Bukavu við suðurenda þess. Friðargæsluliðar í neðanjarðarbyrgi Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Goma, ásamt hermönnum frá öðrum ríkjum í suðurhluta Afríku sem hafa verið á svæðinu sem friðargæsluliðar og barist gegn M23. Vivian van de Perre, sem stýrir friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, ræddi við blaðamann BBC úr neðanjarðarbyrgi í Goma. Hún sagði M23 hafa náð tökum á borginni en ekki að fullu. Átök ættu sér enn stað á nokkrum stöðum. Hún sagðist hafa séð vísbendingar um aukna spennu milli Húta og Tútsa en sagðist vona að ekki myndi sjóða upp úr þeim tiltekna potti á ný. Það gæti orðið algjör martröð. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Goma er höfuðborg héraðsins Norður-Kivu í Austur-Kongó en við landamæri ríkisins og Rúanda og segja yfirvöld í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, og Sameinuðu þjóðirnar að hermenn frá Rúanda taki þátt í átökunum við hlið uppreisnarmanna M23. Mikill fjöldi hermanna frá Austur-Kongó hafa farið yfir landamærin og gefist þar upp fyrir hermönnum frá Rúanda. Þá hafa einnig borist fréttir af því að tæplega þrjú hundruð málaliðar frá Rúmeníu, sem hafa barist með her Austur-Kongó, hafi einnig gefist upp í Rúanda í dag. Yfirvöld þar í landi hafa sýnt myndefni af þeim á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Romanian Mercenaries who fought alongside a coalition comprising FARDC, SAMIDRC, FDLR, and Wazalendo will be evacuated from MONUSCO headquarters in Goma to Rubavu, before continuing to Kigali and flying back to Romania.#Goma #M23 pic.twitter.com/zwa1UFcCrW— RadioTv10 Rwanda (@Radiotv10rwanda) January 29, 2025 Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld í Austur-Kongó notað málaliða frá Rúmeníu og öðrum ríkjum til að berjast gegn M23 undanfarin tvö ár. #DRCongo 🇨🇩: a total of 288 Romanian mercenaries surrendered to #Rwanda following their crossing of the border from #Goma, which is now under #M23 control.It is estimated that around 800 Romanians are active within the DRC, hired by the government to maintain security. pic.twitter.com/oag0ZPINca— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 29, 2025 Átök tíð á svæðinu Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Átök á þessu svæði hafa verið mjög tíð í áratugi og snúa að miklu leyti um átök milli mismunandi þjóðflokka og yfirráð yfir dýrmætum námum á svæðinu en þegar ástandið var hvað verst átti sér stað umfangsmikið þjóðarmorð i Rúanda fyrir um þrjátíu árum. Uppreisnarmenn M23 náðu fyrst tökum á Goma árið 2013. Þeir hörfuðu þó eftir að samkomulag var gert en hófu árásir á Austur-Kongó að nýju árið 2021. Átökin nýju náðu svo hámarki fyrr í vikunni þegar uppreisnarmennirnir lögðu Goma aftur undir sig. Sækja til suðurs Uppreisnarmenn hafa í dag sést sækja fram suður með bökkum Kivu-vatns í átt að borginni Bukavu, eins og áður hefur komið fram. Takist þeim að sækja langt fram og ná borginni á sitt vald munu þeir hafa náð lagt meira landsvæði undir sig en nokkurn tímann áður og kemur fram í frétt Reuters að hætt sé við því að átökin muni vinda upp á sig og fleiri ríki dragast inn í þau. Félix Tshisekedi, forseti Austur-Kongó, tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki að taka þátt í viðræðum sem vonast var til að gætu bundið enda á átökin. William Ruto, forseti Kenía, hafði boðið Tshisekedi og Paul Kagame, forseta Rúanda á fjarfund í kvöld. BBC hefur þó eftir fjölmiðlum í Austur-Kongó að ríkið muni ekki taka þátt í þessum fundi. Kortið hér að neðan sýnir svæðið sem um ræðir. Sjá má Goma við norðurenda Kivu-vatns og Bukavu við suðurenda þess. Friðargæsluliðar í neðanjarðarbyrgi Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Goma, ásamt hermönnum frá öðrum ríkjum í suðurhluta Afríku sem hafa verið á svæðinu sem friðargæsluliðar og barist gegn M23. Vivian van de Perre, sem stýrir friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, ræddi við blaðamann BBC úr neðanjarðarbyrgi í Goma. Hún sagði M23 hafa náð tökum á borginni en ekki að fullu. Átök ættu sér enn stað á nokkrum stöðum. Hún sagðist hafa séð vísbendingar um aukna spennu milli Húta og Tútsa en sagðist vona að ekki myndi sjóða upp úr þeim tiltekna potti á ný. Það gæti orðið algjör martröð.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira