„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 15:36 Hundurinn sem beit konuna var af Rottweiler-tegund. Vísir/Tryggvi og Getty Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni. Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira