Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. janúar 2025 20:02 Fjögur af fimm dýrustu eignum ársins 2024 eru staðsett í Garðabæ. Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson. Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson.
Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira