Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar 28. janúar 2025 21:00 Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég sá dómkirkjuna í Mílanó í fyrsta sinn með eigin augum á síðasta ári. Kirkjan er almennt talin ein sú fallegasta í heimi, en Mark Twain lýsti henni sem svo í bók sinni The Innocents Abroad: „Hvílík dýrð, svo mikilfengleg, hátíðleg og tröllvaxin en samt svo fíngerð, loftkennd og þokkafull! Heill heimur af þunga sem birtist mér á sama tíma líkt og frostsprungin tálsýn sem gæti horfið við minn minnsta andardrátt!” Twain náði vel að fanga fegurð kirkjunnar. Hún er risavaxin og íburðarmikil en á sama tíma nánast óraunveruleg. Hún teygir sig brothætt til himins eins og hún sé að reyna að ná alla leið til Guðs. Að horfa á hana er eins og að horfa á tímann sjálfan standa í stað. Dómkirkjan í Mílanó er fegurri en flest önnur mannanna verk vegna þess að stefnan var sett á hæstu hæðir. Markmiðið var að ljá guðdómleikanum sjálfum mynd. Til að ljúka byggingu hennar þurfti ekki aðeins fagurfræðliegan metnað og skýra sýn, heldur líka ótrúlega þrautseigju. Það tók rúm 600 ár að byggja kirkjuna en slíkt gera auðvitað aðeins menn sem horfa handan jarðlegrar vistar sinnar. Þegar komið er inn í kirkjuna má líta styttu af Heilögum Bartólomeusi, lærisveini Krists. Styttan sem er eftir Marco D’agrati, gefur aðra mynd af guðdómleikanum: Bartólomeus var píslarvottur, fláður lifandi fyrir að boða fagnaðarerindið, og á styttunni má sjá hvern einasta vöðva á líkama hans berskjaldaðan. Hangandi skinn hans sveipast um hann eins og skikkja, og hann heldur á hníf, tákni píslardóms síns. Það er reisn í hinni ólýsanlegu þjáningu. Bæði boðorð Guðs föður vors í Gamla testamentinu og kennisetningar Krists í því nýja, setja okkur ómöguleg markmið en það er einmitt ómöguleiki þeirra sem gera okkur kleift að teygja okkur hærra en við gætum nokkru sinni gert án þeirra. Hugmyndin um hinn eilífa og óskilgreinanlega Drottinn og þrá okkar til að snúa heim til hans, hvetur okkur til ótrúlegra dáða. Við fullkomnust aldrei í lifanda lífi, ekki frekar en dómkirkjan, og margir upplifa gífurlegar þjáningar í líkingu við þær sem Bartólómeus gerði. Þrátt fyrir það teygir sál okkar sig til himins, jafn mikilfengleg og brothætt. Sáttmálinn við Guð er órjúfanlegur þáttur í þeirri fegurð. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, benti á í predikun í München árið 1981 að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita Guði heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða þ.e að efast um að þær reglur sem Guð setur okkur séu okkur sjálfum fyrir bestu. Með þessum efa væru fræjum afstæðishyggju og falsks frelsis sáð. Í dag er afstæðishyggja nánast allsráðandi á vesturlöndum og hún birtist fyrst og fremst í trúleysi. Það er ekki endilega trúleysi manna sem raka ekki á sér hálsinn, rífast á Reddit og afneita Guði fullum hálsi, heldur miklu frekar trúleysi þeirra sem setja markið lágt og ná því. Þeir enda á því að dýrka hin ýmsu mannanna verk, hugmyndafræði eða hluti, oft með ótrúlegum trúarofsa. Versta birtingarmynd þessa trúleysis er þó ekki hjá hinum almenna borgara, heldur hjá þeim sem kalla sig presta en vinna gegn öllum þeim boðorðum Guðs sem þeim þykja óþægileg. Slíkir menn hafa unnið gagngert að því að lækka markið svo mikið að sú kristni sem þeir boða krefst varla neins af okkur. Trú þeirra er orðin algjörlega veraldleg og í raun fullkomlega samdauna frjálslyndu lýðræði, hræddari við dóm samfélagsins en Drottins sjálfs. Í umburðarbréfi sínu þann 14. Apríl 1999 benti Jóhannes Páll II páfi á að í stað trúleysis væri alltaf talað um illsku og skurðgoðadýrkun í biblíunni - að hver sá sem tæki mannanna verk fram yfir Drottinn sjálfan væri meinfús skurðgoðadýrkandi. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk stígur fram sem prestar eða kirkjudeildir og vill breyta boðskapi Guðs til að gera hann aðgengilegri með því að breyta honum í takt við tímann. Þá er ráð að spyrja sig: hvað er dýrkað og hvert er stefnt? Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég sá dómkirkjuna í Mílanó í fyrsta sinn með eigin augum á síðasta ári. Kirkjan er almennt talin ein sú fallegasta í heimi, en Mark Twain lýsti henni sem svo í bók sinni The Innocents Abroad: „Hvílík dýrð, svo mikilfengleg, hátíðleg og tröllvaxin en samt svo fíngerð, loftkennd og þokkafull! Heill heimur af þunga sem birtist mér á sama tíma líkt og frostsprungin tálsýn sem gæti horfið við minn minnsta andardrátt!” Twain náði vel að fanga fegurð kirkjunnar. Hún er risavaxin og íburðarmikil en á sama tíma nánast óraunveruleg. Hún teygir sig brothætt til himins eins og hún sé að reyna að ná alla leið til Guðs. Að horfa á hana er eins og að horfa á tímann sjálfan standa í stað. Dómkirkjan í Mílanó er fegurri en flest önnur mannanna verk vegna þess að stefnan var sett á hæstu hæðir. Markmiðið var að ljá guðdómleikanum sjálfum mynd. Til að ljúka byggingu hennar þurfti ekki aðeins fagurfræðliegan metnað og skýra sýn, heldur líka ótrúlega þrautseigju. Það tók rúm 600 ár að byggja kirkjuna en slíkt gera auðvitað aðeins menn sem horfa handan jarðlegrar vistar sinnar. Þegar komið er inn í kirkjuna má líta styttu af Heilögum Bartólomeusi, lærisveini Krists. Styttan sem er eftir Marco D’agrati, gefur aðra mynd af guðdómleikanum: Bartólomeus var píslarvottur, fláður lifandi fyrir að boða fagnaðarerindið, og á styttunni má sjá hvern einasta vöðva á líkama hans berskjaldaðan. Hangandi skinn hans sveipast um hann eins og skikkja, og hann heldur á hníf, tákni píslardóms síns. Það er reisn í hinni ólýsanlegu þjáningu. Bæði boðorð Guðs föður vors í Gamla testamentinu og kennisetningar Krists í því nýja, setja okkur ómöguleg markmið en það er einmitt ómöguleiki þeirra sem gera okkur kleift að teygja okkur hærra en við gætum nokkru sinni gert án þeirra. Hugmyndin um hinn eilífa og óskilgreinanlega Drottinn og þrá okkar til að snúa heim til hans, hvetur okkur til ótrúlegra dáða. Við fullkomnust aldrei í lifanda lífi, ekki frekar en dómkirkjan, og margir upplifa gífurlegar þjáningar í líkingu við þær sem Bartólómeus gerði. Þrátt fyrir það teygir sál okkar sig til himins, jafn mikilfengleg og brothætt. Sáttmálinn við Guð er órjúfanlegur þáttur í þeirri fegurð. Joseph Ratzinger, síðar Benedikt XVI páfi, benti á í predikun í München árið 1981 að freisting höggormsins í sköpunarsögunni hefði ekki snúist um að afneita Guði heldur að efast um að sáttmáli hans við manninn væri af hinu góða þ.e að efast um að þær reglur sem Guð setur okkur séu okkur sjálfum fyrir bestu. Með þessum efa væru fræjum afstæðishyggju og falsks frelsis sáð. Í dag er afstæðishyggja nánast allsráðandi á vesturlöndum og hún birtist fyrst og fremst í trúleysi. Það er ekki endilega trúleysi manna sem raka ekki á sér hálsinn, rífast á Reddit og afneita Guði fullum hálsi, heldur miklu frekar trúleysi þeirra sem setja markið lágt og ná því. Þeir enda á því að dýrka hin ýmsu mannanna verk, hugmyndafræði eða hluti, oft með ótrúlegum trúarofsa. Versta birtingarmynd þessa trúleysis er þó ekki hjá hinum almenna borgara, heldur hjá þeim sem kalla sig presta en vinna gegn öllum þeim boðorðum Guðs sem þeim þykja óþægileg. Slíkir menn hafa unnið gagngert að því að lækka markið svo mikið að sú kristni sem þeir boða krefst varla neins af okkur. Trú þeirra er orðin algjörlega veraldleg og í raun fullkomlega samdauna frjálslyndu lýðræði, hræddari við dóm samfélagsins en Drottins sjálfs. Í umburðarbréfi sínu þann 14. Apríl 1999 benti Jóhannes Páll II páfi á að í stað trúleysis væri alltaf talað um illsku og skurðgoðadýrkun í biblíunni - að hver sá sem tæki mannanna verk fram yfir Drottinn sjálfan væri meinfús skurðgoðadýrkandi. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk stígur fram sem prestar eða kirkjudeildir og vill breyta boðskapi Guðs til að gera hann aðgengilegri með því að breyta honum í takt við tímann. Þá er ráð að spyrja sig: hvað er dýrkað og hvert er stefnt? Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun