40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 19:01 Lengstur er biðlistinn eftir leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira