40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 19:01 Lengstur er biðlistinn eftir leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira