Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar 28. janúar 2025 16:31 Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Veður Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Sjá meira
Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun