Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2025 19:32 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra biðst afsökunar á símtali við skólameistara og heitir því að gæta stöðu sinnar betur í framtíðinni. Vísir/Sigurjón Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28