Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 14:31 Atli Guðnason í baráttu við gamla landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason í einum af 285 leikjum sínum í efstu deild. vísir/bára FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti