Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 08:20 Konan er sökuð um að hafa valdið dóttur sinni ómældum þjáningum í þeim tilgangi að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum og falast eftir peningum. Getty Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona í Queensland í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir að pynta eins árs gamla dóttur sína í þeim tilgangi að auka við sig fylgjendum á samfélagsmiðlum og falast eftir fjármunum. Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök. Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Lögmaður konunnar fór fram á að henni yrði sleppt fram að réttarhöldum en dómari ákvað í morgun að fresta niðurstöðu hvað það varðar. Sagðist hann þurfa tíma til að melta málið, þar sem ásakanirnar væru þess eðlis að ganga fram af öllu rétt-þenkjandi fólki. Konan hefur ekki verið nafngreind en hún var handtekin fyrr í mánuðinum og ákærð fyrir að hafa eitrað fyrir barninu að minnsta kosti fimm sinnum, fyrir að undirbúa glæp, pynta barnið og framleiða myndefni þar sem barni er valdið skaða. Þá hefur hún einnig verið ákærð fyrir svik. Ákæruvaldið segir konuna hafa játað fyrir maka sínum að hafa gefið stúlkunni lyfseðilsskyld lyf sem var ekki ávísað á barnið. Þá segir saksóknarinn í málinu að öryggismyndavélar hafi fangað það þegar konan var að fikta við súrefnisleiðslu sem stúlkan var með í nefinu, með sprautu í hendinni. Að sögn saksóknarans varð stúlkan meðvitundarlaus í kjölfarið, án þess að læknar gætu fundið á því nokkrar skýringar. Ákæruvaldið segir konuna hafa pyntað stúlkuna viljandi, með því að gefa henni lyf sem gerðu hana veika. Hún er sögð hafa gefið barninu nokkrar tegundir af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem ollu barninu verulegri þjáningu. Þá tók konan myndskeið af stúlkunni þar sem hún þjáðist og deildi á samfélagsmiðlum, til að fá fleiri fylgjendur og til að falast eftir fjármunum. Ákæruvaldið hefur sett sig upp á móti því að konan verði látin laus fram að réttarhöldum, ekki síst þar sem hún hafi til þess hvata að reyna að skaða stúlkuna aftur til að sýna fram á að hún sé raunverulega veik og hreinsa þannig sjálfa sig af sök.
Ástralía Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira