Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar 27. janúar 2025 14:31 Á Íslandi er haldið úti gífurlega stórum og valdamiklum sérhagsmunaiðnaði sem valdhafar þurfa að taka tillit til, en jafnframt gæta sín á. Og almenningur átta sig á. Það er í engu óeðlilegt að atvinnurekendur í hinu ýmsu geirum bindist samtökum til að gæta að sérhagsmunum sínum. Sveinn Ásgeirsson, fyrsti formaður Neytendasamtakanna, komst þannig að orði í útvarpserindi árið 1952: „Það er auðveldara að stofna félag pylsugerðarmanna en félag manna sem eta pylsur. Það er fljótlegra að hóa þeim saman en hinum síðarnefndu. Mönnum finnst að sjálfsögðu eðlilegra, að þeir sem hafi pylsugerð að atvinnu myndi með sér samtök, þar sem gera megi aftur á móti ráð fyrir að hinir hafi það ekki að atvinnu að eta pylsur. En það eru ekki sams konar störf út af fyrir sig, sem skipa mönnum saman, heldur fyrst og fremst sameiginlegir hagsmunir.“ Hagsmunir hverra? Togstreita sérhagsmuna og almannahagsmuna er ekki óeðlileg, og hugsanlega nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræðislegt samfélag. En, það er mikilvægt að tryggja að almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra; að jafnvel smávægilegir hagsmunir mikils fjölda fólks séu ekki fótum troðnir af mjög ríkum sérhagsmunum fárra. Þannig þarf almenningur sanngjarna umgjörð laga og reglna. Við viljum að vörur standist kröfur og séu öruggar, við viljum fá réttar upplýsingar og að fyrirtæki beri ábyrgð á vörum sínum og þjónustu. Sem dæmi um togstreitu, eða jafnvel átök sér- og almannahagsmuna, má nefna hagsmunabaráttu tóbaksiðnaðarins, sem leyndi upplýsingum um skaðsemi reykinga í áratugi. Annað dæmi er barátta efnaiðnaðarins sem í áratugi fékk að setja ný efni á markað án þess að áhrif þeirra á heilsu og lífríki lægi fyrir. Í dag mætti taka til samfélagsmiðlafyrirtækin sem hafa á undanförnum árum verð dæmd í tugmilljarðasektir fyrir misnotkun á persónuupplýsingum. Sterkir almannahagmunaverðir sem starfa óskiptir að hagsmunum allra neytenda eru eitt öflugasta baráttutæki fyrir auknu jafnræði, raunverulegri frjálsri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum og nýtni í ríkisrekstri. En það hallar á þá hvort sem litið er til fjölda eða fjárstyrks. Hagsmunaverðir Á vef Stjórnarráðs Íslands er að finna lista yfir hagsmunaverði, 27 félagasamtök sem leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda í atvinnuskyni. Yfirgnæfandi meirihluti eða 21 gæta sérhagsmuna fyrirtækja og atvinnugreina, fjögur félög gæta hagsmuna skilgreindra notenda heilbrigðiskerfisins og ungmenna. Aðeins tveir hagsmunaverðir gæta hagsmuna alls almennings: Hagsmunasamtök heimilanna, sem gæta einkum hagsmuna neytenda á fjármálamarkaði og Neytendasamtökin sem standa vörð um réttindi allra neytenda og efla hag þeirra á öllum sviðum. Með einföldun má segja að 21 hagsmunaverðir standi vörð um sérhagsmuni fyrirtækja og tveir verðir séu fyrir á breiðu sviði almannahagsmuna. Afl sérhagsmuna Sérhagsmunaiðnaðurinn eru félagasamtök fyrirtækja og þurfa því ekki að opinbera reikninga sína. En samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa sérhagsmunaöflin yfir að ráða 188 manns í vinnu, en samanborið telur launaskrá almannahagsmunavarðanna tveggja 7,5 starfsmann. Sérhagsmunaöflin greiddu starfsfólki sínu yfir 2,2 milljarða í laun í fyrra, en almannafélögin tvö innan við 75 milljónir. Leiða má líkum að velta sérhagsmunaaflanna með launatengdum gjöldum, leigu og aðkeyptri þjónustu nemi fast að fimm milljörðum. Þannig eru sérhagsmunaverðir um tólf sinnum fleiri en almannahagsmunaverðirnir og fá 29 sinnum meira í laun. Neytendur borga svo rekstrarkostnað sérhagsmunaiðnaðarins á endanum í hærra verði vöru og þjónustu. Afl og áhrif sérhagsmunaiðnaðarins eru mikið, og þau hafa sumir sérhagsmunaverðir gortað sig af því að stjórnvöld samþykktu nær allar tillögur sínar. Nýlega hafa þau verið staðin að því að umskrifa frumvörp til laga á Alþingi, jafnvel svo að dómstólar hafi gert þau afturreka. Þegar svo er komið má velta fyrir sér hvort sérhagsmunaaðilar taki ákvarðanir í stað stjórnvalda, sem aftur komi í veg fyrir lýðræðislega umræðu um efnið. Það væri varhugavert bergmál frá því fyrir um 20 árum. Gætum jafnræðis og jafnvægis Stjórnvöld þurfa að gæta jafnræðis þegar kemur að vörðum sérhagsmuna og almannahagsmuna. Þó sérhagsmunaöflin hafi úr mun meiru að spila og það kunni að heyrast hærra í þeim, þá þarf að hlúa að og hlusta þeim mun betur eftir almannahagsmunaöflunum. Frjáls félagasamtök svo sem umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og samtök neytenda eru ómissandi til að sporna við þrýstingi sérhagsmunaaflanna og veita þeim og stjórnvöldum aðhald. Sérhagsmunir og almannahagsmunir eru ólíkir pólar sem togast á. Finna þarf leiðir til að tryggja jafnvægi milli þeirra svo almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra. Öll, hvort sem við tilheyrum hópi pulsugerðarmanna eða þeirra sem þær eta, erum við munstruð um borð í sömu þjóðarskútuna og fleira sem við eigum sameiginlegt, en skilur okkur að. Því er mikilvægt að lyfta röddum almannahagsmuna upp svo þær heyrist og gæta þess að hlusta á þær, í það minnsta til jafns við raddir sérhagsmuna. Þannig leiðréttum við hagsmunahallann. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er haldið úti gífurlega stórum og valdamiklum sérhagsmunaiðnaði sem valdhafar þurfa að taka tillit til, en jafnframt gæta sín á. Og almenningur átta sig á. Það er í engu óeðlilegt að atvinnurekendur í hinu ýmsu geirum bindist samtökum til að gæta að sérhagsmunum sínum. Sveinn Ásgeirsson, fyrsti formaður Neytendasamtakanna, komst þannig að orði í útvarpserindi árið 1952: „Það er auðveldara að stofna félag pylsugerðarmanna en félag manna sem eta pylsur. Það er fljótlegra að hóa þeim saman en hinum síðarnefndu. Mönnum finnst að sjálfsögðu eðlilegra, að þeir sem hafi pylsugerð að atvinnu myndi með sér samtök, þar sem gera megi aftur á móti ráð fyrir að hinir hafi það ekki að atvinnu að eta pylsur. En það eru ekki sams konar störf út af fyrir sig, sem skipa mönnum saman, heldur fyrst og fremst sameiginlegir hagsmunir.“ Hagsmunir hverra? Togstreita sérhagsmuna og almannahagsmuna er ekki óeðlileg, og hugsanlega nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræðislegt samfélag. En, það er mikilvægt að tryggja að almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra; að jafnvel smávægilegir hagsmunir mikils fjölda fólks séu ekki fótum troðnir af mjög ríkum sérhagsmunum fárra. Þannig þarf almenningur sanngjarna umgjörð laga og reglna. Við viljum að vörur standist kröfur og séu öruggar, við viljum fá réttar upplýsingar og að fyrirtæki beri ábyrgð á vörum sínum og þjónustu. Sem dæmi um togstreitu, eða jafnvel átök sér- og almannahagsmuna, má nefna hagsmunabaráttu tóbaksiðnaðarins, sem leyndi upplýsingum um skaðsemi reykinga í áratugi. Annað dæmi er barátta efnaiðnaðarins sem í áratugi fékk að setja ný efni á markað án þess að áhrif þeirra á heilsu og lífríki lægi fyrir. Í dag mætti taka til samfélagsmiðlafyrirtækin sem hafa á undanförnum árum verð dæmd í tugmilljarðasektir fyrir misnotkun á persónuupplýsingum. Sterkir almannahagmunaverðir sem starfa óskiptir að hagsmunum allra neytenda eru eitt öflugasta baráttutæki fyrir auknu jafnræði, raunverulegri frjálsri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum og nýtni í ríkisrekstri. En það hallar á þá hvort sem litið er til fjölda eða fjárstyrks. Hagsmunaverðir Á vef Stjórnarráðs Íslands er að finna lista yfir hagsmunaverði, 27 félagasamtök sem leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda í atvinnuskyni. Yfirgnæfandi meirihluti eða 21 gæta sérhagsmuna fyrirtækja og atvinnugreina, fjögur félög gæta hagsmuna skilgreindra notenda heilbrigðiskerfisins og ungmenna. Aðeins tveir hagsmunaverðir gæta hagsmuna alls almennings: Hagsmunasamtök heimilanna, sem gæta einkum hagsmuna neytenda á fjármálamarkaði og Neytendasamtökin sem standa vörð um réttindi allra neytenda og efla hag þeirra á öllum sviðum. Með einföldun má segja að 21 hagsmunaverðir standi vörð um sérhagsmuni fyrirtækja og tveir verðir séu fyrir á breiðu sviði almannahagsmuna. Afl sérhagsmuna Sérhagsmunaiðnaðurinn eru félagasamtök fyrirtækja og þurfa því ekki að opinbera reikninga sína. En samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa sérhagsmunaöflin yfir að ráða 188 manns í vinnu, en samanborið telur launaskrá almannahagsmunavarðanna tveggja 7,5 starfsmann. Sérhagsmunaöflin greiddu starfsfólki sínu yfir 2,2 milljarða í laun í fyrra, en almannafélögin tvö innan við 75 milljónir. Leiða má líkum að velta sérhagsmunaaflanna með launatengdum gjöldum, leigu og aðkeyptri þjónustu nemi fast að fimm milljörðum. Þannig eru sérhagsmunaverðir um tólf sinnum fleiri en almannahagsmunaverðirnir og fá 29 sinnum meira í laun. Neytendur borga svo rekstrarkostnað sérhagsmunaiðnaðarins á endanum í hærra verði vöru og þjónustu. Afl og áhrif sérhagsmunaiðnaðarins eru mikið, og þau hafa sumir sérhagsmunaverðir gortað sig af því að stjórnvöld samþykktu nær allar tillögur sínar. Nýlega hafa þau verið staðin að því að umskrifa frumvörp til laga á Alþingi, jafnvel svo að dómstólar hafi gert þau afturreka. Þegar svo er komið má velta fyrir sér hvort sérhagsmunaaðilar taki ákvarðanir í stað stjórnvalda, sem aftur komi í veg fyrir lýðræðislega umræðu um efnið. Það væri varhugavert bergmál frá því fyrir um 20 árum. Gætum jafnræðis og jafnvægis Stjórnvöld þurfa að gæta jafnræðis þegar kemur að vörðum sérhagsmuna og almannahagsmuna. Þó sérhagsmunaöflin hafi úr mun meiru að spila og það kunni að heyrast hærra í þeim, þá þarf að hlúa að og hlusta þeim mun betur eftir almannahagsmunaöflunum. Frjáls félagasamtök svo sem umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og samtök neytenda eru ómissandi til að sporna við þrýstingi sérhagsmunaaflanna og veita þeim og stjórnvöldum aðhald. Sérhagsmunir og almannahagsmunir eru ólíkir pólar sem togast á. Finna þarf leiðir til að tryggja jafnvægi milli þeirra svo almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra. Öll, hvort sem við tilheyrum hópi pulsugerðarmanna eða þeirra sem þær eta, erum við munstruð um borð í sömu þjóðarskútuna og fleira sem við eigum sameiginlegt, en skilur okkur að. Því er mikilvægt að lyfta röddum almannahagsmuna upp svo þær heyrist og gæta þess að hlusta á þær, í það minnsta til jafns við raddir sérhagsmuna. Þannig leiðréttum við hagsmunahallann. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun