Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:30 Lögreglan í Vestmanneyjum mun að óbreyttu rannsaka eigin ætluð brot. Vísir/Vilhelm Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?