Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2025 12:47 Sigurður Ingi Jóhannsson fékk erindi inn á sitt borð í tíð sinni sem fjármálaráðherra sem varða útlánareglur Landsbankans. Vísir Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli. Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira