Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar