Fram kom í dagbók lögreglu að einn hefði verið handtekinn eftir „meiriháttar líkamsárás“ í miðborginni. Hinn grunaði hafi flúið þegar lögreglu bar að garði en hún haft hendur í hári hans eftir stutta eftirför. Ekkert frekar var gefið upp um málavexti eða hvers eðlis áverkar þolandans væru.
Guðbrandur segir að sannarlega sé um líkamsárás að ræða. Svo virðist sem gerandi hafi slegið þolanda í höfuðið með áhaldi og sá síðarnefndi hlotið höfuðáverka. Gert hafi verið að skurði á höfði hans og hann hafi verið með meðvitund allan tímann.
Málið sé því ekki jafnalvarlegt og talið hafi verið í fyrstu, og lesa hafi mátt úr færslu lögreglu í morgun.