Handbolti

Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálf­leik: „Gekk and­skotinn ekkert upp“

Aron Guðmundsson skrifar
048A7117

Þeir Bjarni Fritz­son og Ás­geir Örn Hall­gríms­son, fyrr­verandi lands­liðs­menn Ís­lands í hand­bolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Ís­lands gegn Króatíu á HM í hand­bolta í hlað­varpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik ís­lenska liðsins.

Von ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta á að komast í átta liða úr­slit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ís­land mætir Argentínu á sunnu­daginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Græn­höfða­eyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egypta­landi.

Að­spurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálf­leik í stað Björg­vin Páls Gústavs­sonar.

„Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björg­vin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björg­vin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“

„Annað er náttúru­lega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þor­steinn kemur inn erum við eigin­lega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“

Ás­geir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnar­leik liðsins og mögulegum breytingum þar.

„Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálf­leik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míg­lekur. Hefðirðu þá ekki mögu­lega átt að breyta ein­hverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“

Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum.

„Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ás­geir við. „Það bara gekk and­skotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitt­hvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×