Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Aron Guðmundsson skrifar 25. janúar 2025 13:32 Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira