Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 10:43 Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt. Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt.
Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira