Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 10:43 Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt. Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt.
Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira