Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 23:16 Dagur Sigurðsson lagði upp heimaskítsmát í tafli kvöldsins. Vísir/Vilhelm Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira
Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira