Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 23:16 Dagur Sigurðsson lagði upp heimaskítsmát í tafli kvöldsins. Vísir/Vilhelm Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira