Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2025 11:53 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/einar Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03