Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2025 07:03 Helgi Ómars hefur verið sannkallaður frumkvöðull í heimi íslenskra hlaðvarpa en hefur nú ákveðið að segja skilið við þann heim. Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi. Helgi hefur um árabil verið ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins, ljósmyndari, hlaðvarpsstjórnandi og sannkallaður lífskúnstner. Þættirnir hans hafa vakið verðskuldaða athygli enda þykir Helgi hafa einstakt lag á viðmælendum sínum og tekst gjarnan vel til að ræða alvöru mál á nærgætinn hátt. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi skyndilega orðið ljóst að hann yrði að hætta með þættina. Upplifði ítrekað kulnunareinkenni „Næstu þættir voru skipulagðir og ég var meira segja farinn að skoða hvernig ég vildi hafa Helgaspjallið á nýju ári. Allt í einu kom hún, ákvörðunin. Ég hef lýst því smá eins og hún hafi ekki komið frá mér, heldur frá einhverju öðru, frá einhverjum stað sem ég get ekki séð né vitað.“ Helgi fór af stað með hlaðvarpið árið 2018, löngu áður en hlaðvarpið varð eins vinsælt og það er í dag og er því mikill frumkvöðull á þessu sviði. Hann segir að eftir svo langan tíma með þættina og ótal fjölda viðmælenda hafi honum oft komið til hugar að stækka þættina, hugsa þá upp á nýtt. Vegna annarra verkefna hafi honum hinsvegar aldrei gefist tími til þess. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) „Ég hef ítrekað fundið fyrir kulnunareinkennum og mér hefur fundist ég klessa á vegg aftur og aftur og svo eftir að ég slaka örlítið á þá set ég aftur í fimmta gír og keyri af stað í ný verkefni. Eins og sannur tvíburi er ég annað hvort með of marga bolta á lofti eða í ákveðinni örmögnun.“ Helgi segir síðasta desember hafa verið sérstaklegan erfiðan, hann hafi í raun lent á vegg og það harkalega. Þetta hafi í einkennt síðasta ár, þar sem hann hafi ítrekað gengið fram af sjálfum sér. „Það er dapurt að vera á þeim stað að maður hlakkar í raun ekki til neins og getur ekki notið sín neins staðar, sama hvaða dásamlegu aðstæðum ég var í. Að vera lélegur vinur, maki, hundaeigandi og að vanrækja sjálfan mig og mínar eigin þarfir, þetta er sérstök tegund af vanlíðan.“ Í fyrsta sinn sáttur og á margar góðar minningar Helgi segir að þegar ákvörðunin hafi komið til hans um að hætta með Helgaspjallið hafi hann áttað sig á því í framhaldinu að hann yrði að taka á sínum málum enda ákvörðunin um að hætta með þáttinn risastór. Hann segist hafa upplifað létti en fyrst og fremst hafi hann vitað að þetta væri rétt ákvörðun. „Sem er sjaldgæf tilfinning fyrir ofvirkan og óákveðinn tvíbura sem efast um allar öreindir lífsins. Þetta er dramatískt en dagsatt,“ segir Helgi hlæjandi. Hann segir þetta skemmtilega tilfinningu og segist vona að hann fái að upplifa hana oftar. „Að leyfa lífinu að breytast, þróast og skilja við verkefni, nú eða vinnur og aðra þætti lífsins án þess að horfa til baka í einhverjum efasemdum. Ég held ég sé í fyrsta skipti í langan tíma sáttur í sjálfum mér, sem er vegna þess að ég setti eigin þarfir í forgang. Ég mæli með!“ Helgi hefur tekið á móti aragrúa af fólki í Helgaspjallið, meðal annars forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Talið berst því næst að þáttunum sjálfum og er Helgi spurður hvort einhver af þeim rúmu tvöhundruð þáttum sem hann hefur gefið út hafi staðið upp úr. Helgi segir erfitt að velja, hann sé einfaldlega með stjörnur í augum yfir svo mörgum gestum sem hafi heiðrað hann með nærveru sinni. „Guðni Gunnarsson stendur uppúr, líka þegar Sylvía Briem Friðjóns grætti mig í einum þætti og svo finnst mér óendanlega vænt um alla þættina með Röggu Nagla, enda hefur hún verið mér stoð og stytta í gegnu árin. Svo breytti fyrsti þátturinn með Söru Maríu Forynju lífi mínu Jara Giantara stjörnuspekingur par excellance var alltaf í uppáhaldi. Svo er ég líka bara fyrst og fremst svo þakklátur og auðmjúkur fyrir alla sérfræðingana um ofbeldi og þolendur ofbeldis sem komu í þáttinn og sögðu sína sögu og deildu sinni sérþekkingu. Allt þetta fólk er magnað.“Viðtal Helga við Camillu Rut Rúnarsdóttur fyrir tveimur árum vakti sem dæmi gríðarlega athygli. Sá þættina fyrst öðruvísi fyrir sér Helgi rifjar upp að þegar hann hafi farið af stað með hlaðvarpið hafi hann verið innblásinn af bandaríska sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest sem þekktur er fyrir spjallþætti sína og Helgaspjallið átt að vera klassískur poppkúltúr þáttur, enda Helgi að feta ótroðnar slóðir árið 2018 þegar fá íslensk hlaðvörp voru til. „Svo þróaðist hlaðvarpið hægt og bítandi og ég fór að beina sjónum meira að málum sem mér fannst skipta máli hverju sinni. Þetta eru mál eins og heilsa, andleg heilsa og ofbeldi auk þess sem við fórum svo að skoða spillingu og pólitík ásamt svo mörgu öðru. Grunnmarkmiðið var og hefur alltaf verið að hjálpa, gera eitthvað gagn og að hlustendur gætu nýtt þættina sem einhverskonar valdeflingu, jafnvel að fólk upplifði sig ekki eitt í krefjandi aðstæðum.“ Helgi segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa eftir að hann birti yfirlýsingu um að hann hygðist ekki halda áfram með Helgaspjallið. Þau hafi verið falleg en líka yfirþyrmandi. „Ég hef oft heyrt að Helgaspjallið hafi hjálpað fólki og ég hef hitt marga sem deila því með mér en ég veit samt ekki hvort ég kunni að taka mark á því, taka það inn í hjartað eins mikið og ég vildi að ég gæti það. Eftir tæp sjö ár hugsa ég ennþá: „Hvað ertu að hlusta á blaðrið í mér?“ Hann segist í raun óska þess að hann myndi skilja við hlaðvarpið aðeins öruggari með sig. „En ég ætla samt að leyfa mér að segja það að ég er stoltur af Helgaspjallinu og stoltur af því að hafa skapað einhvern vettvang sem hefur hjálpað fólki, opnað á viðfangsefni sem áður voru ekki upp á yfirborðinu og vonandi skemmt fólki um leið. Þannig ég geng sáttur frá borði.“ Helgi Ómars var í Einkalífinu á Vísi fyrir þremur árum síðan í einlægu spjalli við Stefán Árna Pálsson. Hlaðvörp Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég átti ekki krónu“ Þrjú ár eru nú síðan tískubloggarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og ljósmyndarinn, Helgi Ómarsson fluttist hingað til lands slyppur og snauður. Hann segir ótrúlegt að líta til baka. 14. september 2023 07:01 Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. 26. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Helgi hefur um árabil verið ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins, ljósmyndari, hlaðvarpsstjórnandi og sannkallaður lífskúnstner. Þættirnir hans hafa vakið verðskuldaða athygli enda þykir Helgi hafa einstakt lag á viðmælendum sínum og tekst gjarnan vel til að ræða alvöru mál á nærgætinn hátt. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi skyndilega orðið ljóst að hann yrði að hætta með þættina. Upplifði ítrekað kulnunareinkenni „Næstu þættir voru skipulagðir og ég var meira segja farinn að skoða hvernig ég vildi hafa Helgaspjallið á nýju ári. Allt í einu kom hún, ákvörðunin. Ég hef lýst því smá eins og hún hafi ekki komið frá mér, heldur frá einhverju öðru, frá einhverjum stað sem ég get ekki séð né vitað.“ Helgi fór af stað með hlaðvarpið árið 2018, löngu áður en hlaðvarpið varð eins vinsælt og það er í dag og er því mikill frumkvöðull á þessu sviði. Hann segir að eftir svo langan tíma með þættina og ótal fjölda viðmælenda hafi honum oft komið til hugar að stækka þættina, hugsa þá upp á nýtt. Vegna annarra verkefna hafi honum hinsvegar aldrei gefist tími til þess. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) „Ég hef ítrekað fundið fyrir kulnunareinkennum og mér hefur fundist ég klessa á vegg aftur og aftur og svo eftir að ég slaka örlítið á þá set ég aftur í fimmta gír og keyri af stað í ný verkefni. Eins og sannur tvíburi er ég annað hvort með of marga bolta á lofti eða í ákveðinni örmögnun.“ Helgi segir síðasta desember hafa verið sérstaklegan erfiðan, hann hafi í raun lent á vegg og það harkalega. Þetta hafi í einkennt síðasta ár, þar sem hann hafi ítrekað gengið fram af sjálfum sér. „Það er dapurt að vera á þeim stað að maður hlakkar í raun ekki til neins og getur ekki notið sín neins staðar, sama hvaða dásamlegu aðstæðum ég var í. Að vera lélegur vinur, maki, hundaeigandi og að vanrækja sjálfan mig og mínar eigin þarfir, þetta er sérstök tegund af vanlíðan.“ Í fyrsta sinn sáttur og á margar góðar minningar Helgi segir að þegar ákvörðunin hafi komið til hans um að hætta með Helgaspjallið hafi hann áttað sig á því í framhaldinu að hann yrði að taka á sínum málum enda ákvörðunin um að hætta með þáttinn risastór. Hann segist hafa upplifað létti en fyrst og fremst hafi hann vitað að þetta væri rétt ákvörðun. „Sem er sjaldgæf tilfinning fyrir ofvirkan og óákveðinn tvíbura sem efast um allar öreindir lífsins. Þetta er dramatískt en dagsatt,“ segir Helgi hlæjandi. Hann segir þetta skemmtilega tilfinningu og segist vona að hann fái að upplifa hana oftar. „Að leyfa lífinu að breytast, þróast og skilja við verkefni, nú eða vinnur og aðra þætti lífsins án þess að horfa til baka í einhverjum efasemdum. Ég held ég sé í fyrsta skipti í langan tíma sáttur í sjálfum mér, sem er vegna þess að ég setti eigin þarfir í forgang. Ég mæli með!“ Helgi hefur tekið á móti aragrúa af fólki í Helgaspjallið, meðal annars forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Talið berst því næst að þáttunum sjálfum og er Helgi spurður hvort einhver af þeim rúmu tvöhundruð þáttum sem hann hefur gefið út hafi staðið upp úr. Helgi segir erfitt að velja, hann sé einfaldlega með stjörnur í augum yfir svo mörgum gestum sem hafi heiðrað hann með nærveru sinni. „Guðni Gunnarsson stendur uppúr, líka þegar Sylvía Briem Friðjóns grætti mig í einum þætti og svo finnst mér óendanlega vænt um alla þættina með Röggu Nagla, enda hefur hún verið mér stoð og stytta í gegnu árin. Svo breytti fyrsti þátturinn með Söru Maríu Forynju lífi mínu Jara Giantara stjörnuspekingur par excellance var alltaf í uppáhaldi. Svo er ég líka bara fyrst og fremst svo þakklátur og auðmjúkur fyrir alla sérfræðingana um ofbeldi og þolendur ofbeldis sem komu í þáttinn og sögðu sína sögu og deildu sinni sérþekkingu. Allt þetta fólk er magnað.“Viðtal Helga við Camillu Rut Rúnarsdóttur fyrir tveimur árum vakti sem dæmi gríðarlega athygli. Sá þættina fyrst öðruvísi fyrir sér Helgi rifjar upp að þegar hann hafi farið af stað með hlaðvarpið hafi hann verið innblásinn af bandaríska sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest sem þekktur er fyrir spjallþætti sína og Helgaspjallið átt að vera klassískur poppkúltúr þáttur, enda Helgi að feta ótroðnar slóðir árið 2018 þegar fá íslensk hlaðvörp voru til. „Svo þróaðist hlaðvarpið hægt og bítandi og ég fór að beina sjónum meira að málum sem mér fannst skipta máli hverju sinni. Þetta eru mál eins og heilsa, andleg heilsa og ofbeldi auk þess sem við fórum svo að skoða spillingu og pólitík ásamt svo mörgu öðru. Grunnmarkmiðið var og hefur alltaf verið að hjálpa, gera eitthvað gagn og að hlustendur gætu nýtt þættina sem einhverskonar valdeflingu, jafnvel að fólk upplifði sig ekki eitt í krefjandi aðstæðum.“ Helgi segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa eftir að hann birti yfirlýsingu um að hann hygðist ekki halda áfram með Helgaspjallið. Þau hafi verið falleg en líka yfirþyrmandi. „Ég hef oft heyrt að Helgaspjallið hafi hjálpað fólki og ég hef hitt marga sem deila því með mér en ég veit samt ekki hvort ég kunni að taka mark á því, taka það inn í hjartað eins mikið og ég vildi að ég gæti það. Eftir tæp sjö ár hugsa ég ennþá: „Hvað ertu að hlusta á blaðrið í mér?“ Hann segist í raun óska þess að hann myndi skilja við hlaðvarpið aðeins öruggari með sig. „En ég ætla samt að leyfa mér að segja það að ég er stoltur af Helgaspjallinu og stoltur af því að hafa skapað einhvern vettvang sem hefur hjálpað fólki, opnað á viðfangsefni sem áður voru ekki upp á yfirborðinu og vonandi skemmt fólki um leið. Þannig ég geng sáttur frá borði.“ Helgi Ómars var í Einkalífinu á Vísi fyrir þremur árum síðan í einlægu spjalli við Stefán Árna Pálsson.
Hlaðvörp Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég átti ekki krónu“ Þrjú ár eru nú síðan tískubloggarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og ljósmyndarinn, Helgi Ómarsson fluttist hingað til lands slyppur og snauður. Hann segir ótrúlegt að líta til baka. 14. september 2023 07:01 Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. 26. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég átti ekki krónu“ Þrjú ár eru nú síðan tískubloggarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og ljósmyndarinn, Helgi Ómarsson fluttist hingað til lands slyppur og snauður. Hann segir ótrúlegt að líta til baka. 14. september 2023 07:01
Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. 26. nóvember 2021 11:31