Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 07:05 Dacia Duster eru vinsælir bílaleigubílar hér á landi. Ekki fylgir úrskurðinum hvort um slíka bifreið hafi verið að ræða í þessu tilfelli. Lien Van Win/Unsplash Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna. Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna.
Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira