Sport

Baulað á Djoko­vic sem hætti keppni í undanúr­slita­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Novak Djokovic varð að hætta keppni í undanúrslitaleiknum í nótt.
Novak Djokovic varð að hætta keppni í undanúrslitaleiknum í nótt. Getty/Hannah Peters

Novak Djokovic vinnur ekki sinn 25. risatitil sinn á Opna ástralska meistaramótinu eftir að hann varð að hætta keppni í undanúrslitaleiknum i nótt.

Djokocvic var að keppa við Alexander Zverev en hætti eftir fyrsta settið sem Zverev vann 7-6.

Serbinn átti möguleika að vinna Opna ástralska meistaramótið í ellefta sinn á ferlinum en hann er orðinn 37 ára gamall.

Djokocvic mætti hins vegar vel valinn á vinstri fæti eftir að hafa meiðst á móti Spánverjanum Carlos Alcaraz í átta manna úrslitunum. Þar náði hann að harka af sér og vinna en ekki að þessu sinni.

„Ég gerði allt sem ég gat til að meðhöndla vöðvatognunina,“ sagði Djokocvic eftir leik.

„Í lok fyrsta settsins þá fann ég fyrir meiri og meiri sársauka. Sársaukinn varð síðan bara of mikill,“ sagði Djokocvic.

Eftir lokastigið í fyrsta settinu þá gekk hann yfir til Zverev og bauð honum hendina til að óska honum til hamingju með sigurinn.

Áhorfendur voru ekki sáttir með þetta og bauluðu á Djokovic.

„Það fyrsta sem ég vil segja. Geriði það ekki baula á leikmann þegar hann er meiddur,“ sagði Alexander Zverev eftir lekinn

„Ég veit að það borguðu allir fyrir miðana sína og vildu fá fimm setta leik en þið verðið að átta ykkur á því að Novak Djokovic hefur gefið tennisíþróttinni allt sitt,“ sagði Zverev.

„Hann hefur unnið þennan titil með kviðslit og hann hefur unnið þennan titil tognaður á læri. Ef hann getur ekki haldið áfram þá þýðir það að hann getur virkilega ekki haldið áfram,“ sagði Zverev.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×