Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2025 16:57 Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57