Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2025 15:46 Til greina kæmi að reisa móttökustöð fyrir fljótandi koltvísýring við höfnina í Þorlákshöfn og dæla honum þaðan til niðurdælingarholna annars staðar. Áform Carbfix eru skammt á veg komin en bæjarstjórn Ölfuss tekur viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir á fundi í næstu viku. Vísir/Egill Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin. Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin.
Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira