Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 14:57 Vladimír Pútín, forseti Rússland, er sagður hafa skammað embættismenn sem halda utan um hagstjórn í síðasta mánuði. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi. Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Þá er Pútín sagður kominn á þá skoðun að markmiðum innrásarinnar í Úkraínu hafi verið náð. Landbrú til Krímskaga hafi verið tryggð og úkraínski herinn veiktur. Þetta segja heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar sem sagðir eru þekkja til stöðunnar í Rússlandi. Fyrrverandi aðstoðarformaður stjórnar Seðlabanka Rússlands sagði í samtali við blaðamann Reuters að Rússar hefðu áhuga á viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu, af efnahagslegum ástæðum. Því lengur sem stríðið héldi áfram, því meiri áhætta væri á mjög slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Pútín er sagður hafa hellt sér yfir embættismenn sem halda utan um hagstjórn á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Rússlandi í desember. Var það eftir að honum var sagt að dregið hefði verulega úr fjárfestingu vegna hárra vaxta. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Í samræðum við ráðherra sína, sem sýndar voru í sjónvarpi, sagðist Pútín nýlega hafa rætt við viðskiptaleiðtoga um áhrif skorts á fjárfestingu á hagvöxt til langs tíma. Nokkrir af auðugustu mönnum Rússlands hafa að undanförnu gagnrýnt háa stýrivexti opinberlega. Fréttir Reuters stemma við fréttaflutning rússneska miðilsins Meduza frá því fyrr í mánuðinum þar sem rætt var við ýmsa aðila tengda Kreml og þeir sögðu þreytu vegna stríðsins hafa aukist töluvert. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki. Sagði hagkerfið stöðugt Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um fréttir Reuters í morgun. Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, viðurkenndi hann vandræði í hagkerfi Rússlands en sagði stöðuna stöðuga. Hann sagði sambærileg vandræði eiga sér stað í fjölda landa heimsins en hagvöxtur væri góður í Rússlandi. Þá hefur RIA fréttaveitan, sem er einnig í eigu ríkisins, eftir Peskóv að ríkissjóður gæti vel staðið straum af fjárútlátum vegna hernaðar og samfélagsmála. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Pútín teldi markmiðum innrásarinnar hafa verið náð. Hótaði frekari aðgerðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði í gærkvöldi frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi, semji Pútín ekki um endalok á innrás Rússa í Úkraínu. Í færslu á Truth social, samfélagsmiðli sínum, sagði Trump að hagkerfi Rússlands væri í bullandi vandræðum. Trump sagðist ætla að gera Pútín og Rússum greiða með því að binda enda á stríðið.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02
Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16. janúar 2025 16:01
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44