Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar 23. janúar 2025 14:01 Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun