„Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:09 Ýmis konar starfsemi hefur verið í JL-húsinu í gegnum tíðina. Nágrönnum sem kærðu ákvörðun borgarinnar hugnast hins vegar ekki áform um að þar verði hýstir á fjórða hundrað hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu. Líkt og fram kom í fréttum í morgun hefur úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreitsins svokallaða. Breytingin felur í sér að gert sé mögulegt að hýsa ríflega þrjú hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd í húsinu, og tengda þjónustu, sem rekin er af Vinnumálastofnun. Nágrannar kærðu ákvörðun borgarinnar og úrskurðarnefndin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að borgin hefði átt að auglýsa deiliskipulagsbreytingarnar og kynna fyrir íbúum. Það er Vinnumálastofnun sem veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd fyrirhugaða þjónustu í húsinu en ekki Reykjavíkurborg eins og kom fram í fyrri frétt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir úrskurðinn til skoðunar. „Þetta er svo nýskeð að við erum að fara yfir málið hérna hjá okkur og erum að fara að funda með framkvæmdasýslunni og reyna að finna út hvað í þessu felst og hvað er hægt að gera og hver geta verið næstu skref,“ segir Unnur. Hafi gengið vel til þessa Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi. „Þetta var náttúrlega draumahúsið. Hentaði afskaplega vel að okkar mati fyrir þessa starfsemi. Þarna gætum við aukið þjónustuna, gert hana betri og mun skilvirkari. Sparað stórfé í þessum málaflokki ef þetta getur orðið að veruleika eins og lagt var upp með,“ segir Unnur. Skoðað verði nú hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvort hægt verði að sækja um leyfi aftur, en hluti hússins hefur þegar verið tekinn í notkun. „Þessa stundina þá eru þarna um sextíu konur sem eru búsettar þarna, konur sem eru einar á ferð,“ segir Unnur sem vonar að fundin verði farsæl lausn. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Við vorum með þetta búsetuúrræði áður fyrir nokkrum árum. Þetta hefur bara gengið mjög vel, það er bara þannig.“ Annar hringur í kerfinu Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu. Við bara þurfum að auglýsa deiliskipulag og kalla eftir athugasemdum við það, þessa breyttu starfsemi í þessu húsi. Það var fyrri niðurstaða skipulagsfulltrúa að það þyrfti ekki en þarna er gerð athugasemd við þá málsmeðferð og þá fer þetta í rauninni aftur til afgreiðslu, segir Heiða. Hefði ekki verið æskilegra að þetta færi strax í íbúasamráð, líkt og nefndin kemst að niðurstöðu um að hefði átt að gera? Jú, nefndin kemst að þeirri niðurstöðu og við bara erum sammála þeirri niðurstöðu. Það þýðir ekki annað en að taka því. Ég held og hef þá trú að það er alltaf betra að eiga samráð við íbúa um breytta notkun á húsum í þeirra nærumhverfi. Þarna var óveruleg deiliskipulagsbreyting sem að er gerð athugasemd við að hafi ekki verið auglýst og mér finnst bara eðlilegt að auglýsa hana og þá höfum við líka, í ráðum borgarinnar, við kjörnu fulltrúarnir tækifæri til þess að hafa á þessu skoðun sem að við höfðum í rauninni ekki áður. Þannig ég sé ekkert að því að þetta fari svona," svarar Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir.Vísir/Vilhelm Heiða Björg sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. Hefur þessi afstaða þín eitthvað breyst nú? „Það var í rauninni ekki mín persónulega afstaða heldur afstaða skipulagsfulltrúa sem hafði þá afgreitt málið án þess að við í neinum ráðum nefndarinnar vissum af því. Þetta kom bara til skipulagsfulltrúa og hann afgreiddi þetta samkvæmt deiliskipulagi og taldi það. Ég hins vegar er alltaf hlynnt meira samráði og hef alltaf sagt það, að mér finnst eðlilegt að eiga samráð við íbúa,“ svarar Heiða. Hún segir að þrátt fyrir að fyrirætlanir hafi ekki verið kynntar með réttum hætti líkt og úrskurðarnefndin kemst að niðurstöðu um, hafi þó verið haldnir upplýsingafundir með íbúum í kjölfarið þar sem Vinnumálastofnun og borgin hafi kynnt verkefnið. „Núna bara byrjum við á því aftur og ég held að það sé bara af hinu góða.“ Skipulag Reykjavík Félagsmál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í morgun hefur úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreitsins svokallaða. Breytingin felur í sér að gert sé mögulegt að hýsa ríflega þrjú hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd í húsinu, og tengda þjónustu, sem rekin er af Vinnumálastofnun. Nágrannar kærðu ákvörðun borgarinnar og úrskurðarnefndin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að borgin hefði átt að auglýsa deiliskipulagsbreytingarnar og kynna fyrir íbúum. Það er Vinnumálastofnun sem veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd fyrirhugaða þjónustu í húsinu en ekki Reykjavíkurborg eins og kom fram í fyrri frétt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir úrskurðinn til skoðunar. „Þetta er svo nýskeð að við erum að fara yfir málið hérna hjá okkur og erum að fara að funda með framkvæmdasýslunni og reyna að finna út hvað í þessu felst og hvað er hægt að gera og hver geta verið næstu skref,“ segir Unnur. Hafi gengið vel til þessa Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi. „Þetta var náttúrlega draumahúsið. Hentaði afskaplega vel að okkar mati fyrir þessa starfsemi. Þarna gætum við aukið þjónustuna, gert hana betri og mun skilvirkari. Sparað stórfé í þessum málaflokki ef þetta getur orðið að veruleika eins og lagt var upp með,“ segir Unnur. Skoðað verði nú hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvort hægt verði að sækja um leyfi aftur, en hluti hússins hefur þegar verið tekinn í notkun. „Þessa stundina þá eru þarna um sextíu konur sem eru búsettar þarna, konur sem eru einar á ferð,“ segir Unnur sem vonar að fundin verði farsæl lausn. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Við vorum með þetta búsetuúrræði áður fyrir nokkrum árum. Þetta hefur bara gengið mjög vel, það er bara þannig.“ Annar hringur í kerfinu Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu. Við bara þurfum að auglýsa deiliskipulag og kalla eftir athugasemdum við það, þessa breyttu starfsemi í þessu húsi. Það var fyrri niðurstaða skipulagsfulltrúa að það þyrfti ekki en þarna er gerð athugasemd við þá málsmeðferð og þá fer þetta í rauninni aftur til afgreiðslu, segir Heiða. Hefði ekki verið æskilegra að þetta færi strax í íbúasamráð, líkt og nefndin kemst að niðurstöðu um að hefði átt að gera? Jú, nefndin kemst að þeirri niðurstöðu og við bara erum sammála þeirri niðurstöðu. Það þýðir ekki annað en að taka því. Ég held og hef þá trú að það er alltaf betra að eiga samráð við íbúa um breytta notkun á húsum í þeirra nærumhverfi. Þarna var óveruleg deiliskipulagsbreyting sem að er gerð athugasemd við að hafi ekki verið auglýst og mér finnst bara eðlilegt að auglýsa hana og þá höfum við líka, í ráðum borgarinnar, við kjörnu fulltrúarnir tækifæri til þess að hafa á þessu skoðun sem að við höfðum í rauninni ekki áður. Þannig ég sé ekkert að því að þetta fari svona," svarar Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir.Vísir/Vilhelm Heiða Björg sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. Hefur þessi afstaða þín eitthvað breyst nú? „Það var í rauninni ekki mín persónulega afstaða heldur afstaða skipulagsfulltrúa sem hafði þá afgreitt málið án þess að við í neinum ráðum nefndarinnar vissum af því. Þetta kom bara til skipulagsfulltrúa og hann afgreiddi þetta samkvæmt deiliskipulagi og taldi það. Ég hins vegar er alltaf hlynnt meira samráði og hef alltaf sagt það, að mér finnst eðlilegt að eiga samráð við íbúa,“ svarar Heiða. Hún segir að þrátt fyrir að fyrirætlanir hafi ekki verið kynntar með réttum hætti líkt og úrskurðarnefndin kemst að niðurstöðu um, hafi þó verið haldnir upplýsingafundir með íbúum í kjölfarið þar sem Vinnumálastofnun og borgin hafi kynnt verkefnið. „Núna bara byrjum við á því aftur og ég held að það sé bara af hinu góða.“
Skipulag Reykjavík Félagsmál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira