Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 23. janúar 2025 07:31 Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Bandaríkin Donald Trump Trúmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Hvað heyrðu þau? Hvað heyrðum við öll? Við heyrðum og fundum óminn í okkar eigin hjarta. Heimsbyggðin varð vitni að því sem á sér stað þegar ástin á valdinu mætir valdi ástarinnar. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig.“ mælti Pílatus við fangann Jesú á föstudeginum langa. Hann svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan“ - Þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Yfirráðavaldið hefur fjárfest í þér, Pílatus, það er allt og sumt. [1] Guðsþjónustan í þjóðardómkirkjunni í Washington var eins Biblíuleg og verða má. Yfirráðavaldið var afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd. Djúp samlíðun fylgdi orðum hennar þegar hún taldi upp ýmsa hópa kynseginsamfélagsins sem óttast nú um framtíð sína. Eins nefndi hún allt erfiðisfólkið sem knýr hjól atvinnulífsins sem góðir borgarar en má nú óttast brottrekstur þar sem það hefur ekki fengið ríkisborgararétt. Þá talaði hún sem anglikanskur biskup af virðingu um aðrar trúarhefðir og notaði þátttöku innflytjenda í kirkjum, moskum, synagógum, musterum og öðrum bænahúsum sem dæmi um ábyrga þátttöku þjóðfélagi. Loks var ákall hennar um miskunn gagnvart útlendingum í landi sem byggt væri af innflytjendum framsett í dúr við þekkta áskorun úr Gamla Testamenntinu: „Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ [2] Þjónusta Mariann biskups var hefðbundin og sönn kristin guðsþjónusta. Hefðbundin vegna þess að svona gerði Jesús og svona lyftir kristin guðfræði fram manngildi allra. Sönn vegna þess að hún var fram borin af heiðarleika og auðmýkt sem engum duldist. Þessi ræða mun hafa áhrif á trú fólks um allan heim og vekja von með almenningi sem skynjar í orðum biskupsins að í raun og sann erum við öll eitt hverrar þjóðar sem við erum, óháð kynferði, trúarbrögðum, stétt og stöðu. Við getum valið veg friðar og einingar ef við viljum. Menning fyrirlitningarinnar er misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Valdið sem safnar sjálfu sér er sýndarvald .[3] Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur. [1] Jóh. 19.10–11 [2] 5Mós. 10.19 [3] Mark. 10. 42-45
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun