Aftur var það vörnin og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður sem lögðu grunninn að sigri Íslands en í upphafi leiks virtist Egyptaland hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og sá um að mynda herlegheitin. Afraksturinn má sjá hér að ofan sem og hér að neðan.























