Handbolti

„Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur á blaðamannafundi í kvöld.
Dagur á blaðamannafundi í kvöld. vísir/vilhelm

Vísir hitti á Dag Sigurðsson, landsliðsþjálfara Króatíu, eftir sigur hans manna á Grænhöfðaeyjum. Gafst þá tækifæri til að spyrja hann út í það sem má lesa um á netinu síðustu daga.

Hermt var að hann hefði rifist við Luka Cindric, stjörnu liðsins, sem síðan fór úr hópnum. Það var vegna meiðsla.

„Ég get tjáð mig helling um það. Við rifumst ekki neitt. Það er allt í góðu þar,“ sagði Dagur og brosti en því hefur líka verið haldið fram að hann sé að taka við stórliði Flensburg.

„Ég er ekki að fara til Flensburg. Það er 100 prósent líka. En þetta er það sem ég þarf að eiga við hérna. Það er aðeins öðruvísi.“

Klippa: Dagur um orðrómana



Fleiri fréttir

Sjá meira


×