Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 13:47 Mariann Edgar Budde er biskup í Washington DC og Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump nýkjörinn forseti Bandaríkjanna gaf lítið fyrir bón biskups í Washington DC þess efnis að Trump sýndi fólki um öll Bandaríkin miskunn. Trump gaf lítið fyrir messuna að henni lokinni og sagði biskupinn róttækan vinstrisinnaðan Trump-hatara. Trump var settur inn sem forseti við hátíðlega athöfn á mánudag. Síðan þá hefur hann verið iðinn við kolann og undirritað fjöldan allan af forsetatilskipunum. Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Hinsegin fólk í báðum flokkum Mariann Edgar Budde, biskup í Washington DC, gerði aðgerðir Trumps að viðfangsefni sínu í messu í gær. „Leyfðu mér að leggja fram eina síðustu bón, herra forseti. Milljónir hafa lagt traust sitt á þig og, eins og þú sagðir þjóðinni í gær, hefur þú fundið fyrir krafti guðs sem hefur verið okkur náðugur. Í nafni Guðs okkar bið ég þig að sýna landsmönnum okkar sem eru hræddir miskunn,“ sagði biskupinn, að forsetanum viðstöddum. Það væru samkynhneigðir, lesbíur og trans fólk í fjölskyldum sem tilheyra bæði Demókrötum, Repúblikanum og utan flokka, sumir þeirra óttuðust nú um líf sitt. Innflytjendur greiði skatta og séu góðir nágrannar Þá vék biskupinn máli sínu að innflytjendum, fólkinu sem vinni við að plægja akra Bandaríkjamann, þrífa skrifstofur þeirra, starfi á alifuglabúum, og sláturhúsum; fólkinu sem vaski upp eftir Bandaríkjamenn á veitingahúsum og vinnur vaktir á sjúkrahúsum. „Þau eru kannski ekki ríkisborgarar eða hafa nauðsynleg réttindi. En mikill meirihluti innflytjenda eru ekki glæpamenn. Þeir greiða skatta og eru góðir nágrannar. Þeir eru trúfastir meðlimir kirkna okkar, moska, samkunduhúsa og mustera. Ég bið þig að sýna miskunn, herra forseti, þeim samfélögum okkar þar sem börn óttast að foreldrar þeirra verði teknir frá þeim. Ég bið einnig að þú hjálpir þeim sem flýja stríðsástand og ofsóknir í sínum eigin löndum, að þau finni samúð og að þau séu velkomin hér.“ Guð kenni okkur að við eigum að vera miskunnsöm við ókunnuga, því allir Bandaríkjamenn hafi einu sinni verið ókunnugir þar í landi. „Megi Guð veita okkur styrk og hugrekki til að heiðra reisn allra manna, að segja sannleikann hvert við annað í kærleika og ganga saman með guði vorum af auðmýkt með velferð alls fólks að leiðarljósi. Velferð allra íbúa í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Amen.“ Forsetinn ekki sáttur með að vera beðinn um miskunn Svo virðist sem Trump hafi ekki verið ánægður með boðskap biskupsins, það sást bersýnilega á svipbrigðum forsetans á meðan hann hlýddi á messuna og ekki síður á færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth social. Trump er eigandi Truth social. „Hinn svokallaði biskup sem ávarpaði guðsþjónustuna í gær var róttækur vinstrisinnaður Trump-hatari. Hún dró kirkju sína inn í heim stjórnmálanna á verulega ókurteisislegan hátt. Hún var andstyggileg í tón og hvorki sannfærandi né gáfuleg.“ Hún hafi gleymt að minnast á mikinn fjölda ólöglegra innflytjenda sem hefði komið til Bandaríkjanna og myrt fólk. Margir þeirra hafi komið úr fangelsum og geðsjúkrahúsum. Það væri risastór glæpaalda að ganga yfir Bandaríkin. „Burtséð frá óviðeigandi staðhæfingum hennar, þá var messan mjög leiðinleg og ekki hvetjandi. Hún er ekki starfi sínu vaxin! Hún og kirkja hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni! t [svo]“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump var settur inn sem forseti við hátíðlega athöfn á mánudag. Síðan þá hefur hann verið iðinn við kolann og undirritað fjöldan allan af forsetatilskipunum. Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Hinsegin fólk í báðum flokkum Mariann Edgar Budde, biskup í Washington DC, gerði aðgerðir Trumps að viðfangsefni sínu í messu í gær. „Leyfðu mér að leggja fram eina síðustu bón, herra forseti. Milljónir hafa lagt traust sitt á þig og, eins og þú sagðir þjóðinni í gær, hefur þú fundið fyrir krafti guðs sem hefur verið okkur náðugur. Í nafni Guðs okkar bið ég þig að sýna landsmönnum okkar sem eru hræddir miskunn,“ sagði biskupinn, að forsetanum viðstöddum. Það væru samkynhneigðir, lesbíur og trans fólk í fjölskyldum sem tilheyra bæði Demókrötum, Repúblikanum og utan flokka, sumir þeirra óttuðust nú um líf sitt. Innflytjendur greiði skatta og séu góðir nágrannar Þá vék biskupinn máli sínu að innflytjendum, fólkinu sem vinni við að plægja akra Bandaríkjamann, þrífa skrifstofur þeirra, starfi á alifuglabúum, og sláturhúsum; fólkinu sem vaski upp eftir Bandaríkjamenn á veitingahúsum og vinnur vaktir á sjúkrahúsum. „Þau eru kannski ekki ríkisborgarar eða hafa nauðsynleg réttindi. En mikill meirihluti innflytjenda eru ekki glæpamenn. Þeir greiða skatta og eru góðir nágrannar. Þeir eru trúfastir meðlimir kirkna okkar, moska, samkunduhúsa og mustera. Ég bið þig að sýna miskunn, herra forseti, þeim samfélögum okkar þar sem börn óttast að foreldrar þeirra verði teknir frá þeim. Ég bið einnig að þú hjálpir þeim sem flýja stríðsástand og ofsóknir í sínum eigin löndum, að þau finni samúð og að þau séu velkomin hér.“ Guð kenni okkur að við eigum að vera miskunnsöm við ókunnuga, því allir Bandaríkjamenn hafi einu sinni verið ókunnugir þar í landi. „Megi Guð veita okkur styrk og hugrekki til að heiðra reisn allra manna, að segja sannleikann hvert við annað í kærleika og ganga saman með guði vorum af auðmýkt með velferð alls fólks að leiðarljósi. Velferð allra íbúa í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Amen.“ Forsetinn ekki sáttur með að vera beðinn um miskunn Svo virðist sem Trump hafi ekki verið ánægður með boðskap biskupsins, það sást bersýnilega á svipbrigðum forsetans á meðan hann hlýddi á messuna og ekki síður á færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth social. Trump er eigandi Truth social. „Hinn svokallaði biskup sem ávarpaði guðsþjónustuna í gær var róttækur vinstrisinnaður Trump-hatari. Hún dró kirkju sína inn í heim stjórnmálanna á verulega ókurteisislegan hátt. Hún var andstyggileg í tón og hvorki sannfærandi né gáfuleg.“ Hún hafi gleymt að minnast á mikinn fjölda ólöglegra innflytjenda sem hefði komið til Bandaríkjanna og myrt fólk. Margir þeirra hafi komið úr fangelsum og geðsjúkrahúsum. Það væri risastór glæpaalda að ganga yfir Bandaríkin. „Burtséð frá óviðeigandi staðhæfingum hennar, þá var messan mjög leiðinleg og ekki hvetjandi. Hún er ekki starfi sínu vaxin! Hún og kirkja hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni! t [svo]“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent