76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 07:55 Eldurinn kom upp um klukkan hálf þrjú að staðartíma, aðfararnótt gærdagsins. AP Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins. Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP
Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41