Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2025 22:40 Hetja Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira