Heitar umræður um lokun flugbrautar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. janúar 2025 21:43 Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir Vísir/Egill Aðalsteinsson Vísír/Ívar Fannar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. „Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira