Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. janúar 2025 15:31 Viggó Kristjánsson var frískur eftir góðan sigur á Slóvenum í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson kippir sér ekki mikið upp við það að Ólafur Stefánsson hristi hausinn yfir nýlegum skiptum hans til Erlangen í Þýskalandi. Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Hann kemur til liðsins frá Leipzig, sem er á töluvert betri stað í þýsku deildinni en botnbaráttulið Erlangen. Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn,“ sagði Ólafur enn fremur. Klippa: Sammála Óla Stef og fagnar stærra hlutverki Tekur þessu sem hrósi Viggó segist að einhverju leyti sammála Ólafi, og hefur trú á því að hann geti spilað á hærra stigi. Hugsunin sé að skiptin til Erlangen opni aðrar dyr hjá stærra liði. „Ég las þetta. Ég tek þessu bara sem hrósi. Ég er alveg sammála honum. Auðvitað er mitt markmið að spila á sem hæstu stigi, mér fannst hann vísa í það. Ég er sammála honum að því leytinu til. En oft þarf maður að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram og það er mín hugsun á bakvið þetta,“ segir Viggó í samtali við Vísi. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Viggó sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland og Egyptaland mætast klukkan 19:30 annað kvöld í Zagreb. Um er að ræða fyrsta leik strákanna okkar í milliriðli og toppsæti hans undir. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Það var loksins hægt að tala almennilega í handbolta í HM í dag enda var Ísland loksins að spila alvöru leik á mótinu. 21. janúar 2025 11:00 Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Viktor Gísli Hallgrímsson, hetja gærkvöldsins hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, leitar hárgreiðslumanns í króatísku höfuðborginni. 21. janúar 2025 13:49 „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Varnarleikurinn og markvarslan fékk mikla athygli eftir sigurinn á Slóvenum í gærkvöldi en í Besta sætinu var einnig rætt um sóknarleik íslenska liðsins og innkomu fyrirliðans Arons Pálmarssonar um miðjan fyrri hálfleik. 21. janúar 2025 13:32 Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. 21. janúar 2025 07:32 „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. 21. janúar 2025 12:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Hann kemur til liðsins frá Leipzig, sem er á töluvert betri stað í þýsku deildinni en botnbaráttulið Erlangen. Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn,“ sagði Ólafur enn fremur. Klippa: Sammála Óla Stef og fagnar stærra hlutverki Tekur þessu sem hrósi Viggó segist að einhverju leyti sammála Ólafi, og hefur trú á því að hann geti spilað á hærra stigi. Hugsunin sé að skiptin til Erlangen opni aðrar dyr hjá stærra liði. „Ég las þetta. Ég tek þessu bara sem hrósi. Ég er alveg sammála honum. Auðvitað er mitt markmið að spila á sem hæstu stigi, mér fannst hann vísa í það. Ég er sammála honum að því leytinu til. En oft þarf maður að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram og það er mín hugsun á bakvið þetta,“ segir Viggó í samtali við Vísi. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Viggó sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland og Egyptaland mætast klukkan 19:30 annað kvöld í Zagreb. Um er að ræða fyrsta leik strákanna okkar í milliriðli og toppsæti hans undir. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Það var loksins hægt að tala almennilega í handbolta í HM í dag enda var Ísland loksins að spila alvöru leik á mótinu. 21. janúar 2025 11:00 Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Viktor Gísli Hallgrímsson, hetja gærkvöldsins hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, leitar hárgreiðslumanns í króatísku höfuðborginni. 21. janúar 2025 13:49 „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Varnarleikurinn og markvarslan fékk mikla athygli eftir sigurinn á Slóvenum í gærkvöldi en í Besta sætinu var einnig rætt um sóknarleik íslenska liðsins og innkomu fyrirliðans Arons Pálmarssonar um miðjan fyrri hálfleik. 21. janúar 2025 13:32 Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. 21. janúar 2025 07:32 „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. 21. janúar 2025 12:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Það var loksins hægt að tala almennilega í handbolta í HM í dag enda var Ísland loksins að spila alvöru leik á mótinu. 21. janúar 2025 11:00
Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Viktor Gísli Hallgrímsson, hetja gærkvöldsins hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, leitar hárgreiðslumanns í króatísku höfuðborginni. 21. janúar 2025 13:49
„Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Varnarleikurinn og markvarslan fékk mikla athygli eftir sigurinn á Slóvenum í gærkvöldi en í Besta sætinu var einnig rætt um sóknarleik íslenska liðsins og innkomu fyrirliðans Arons Pálmarssonar um miðjan fyrri hálfleik. 21. janúar 2025 13:32
Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Ísland vann frábæran 23-18 sigur á Slóveníu á HM karla í handbolta í gærkvöld en kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá öllum Íslendingum í íþróttahöllinni í Zagreb. 21. janúar 2025 07:32
„Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. 21. janúar 2025 12:02