Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar 21. janúar 2025 14:03 Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun