Telma mætt til skosks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 13:17 Telma Ívarsdóttir mætt í treyju Rangers og með trefil í litum félagsins. Glasgow Rangers Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma. Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma.
Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira