Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 13:32 Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum segir rannsóknir sýna að með því að bæta aðeins þúsund skrefum við sig daglega sé hægt að lækka dánartíðni um 15 prósent. Vísir/Hjalti Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira