Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 19:22 Frá Seyðisfirði. Lögreglan á Austurlandi Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár. Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár.
Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði