Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. janúar 2025 17:59 Bíllinn var mannlaus þegar Elvar kom að honum. Slökkvilið Múlaþings Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“ Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“
Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira