Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 14:13 Maðurinn ók um Austurveg á Selfossi, bæði drukkinn og undir áhrifum kannabiss. Þar má finna Héraðsdóm Suðurlands, þar sem hann var dæmdur til greiðslu hárrar sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu 1,29 milljóna króna fyrir endurtekin umferðarlagabrota framin sama kvöldið á Selfossi. Hann var stöðvaður tvisvar sitt hvoru megin við veitingastað KFC í bænum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur. Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur.
Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira