Elísabet tekin við Belgum Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 10:24 Elísabet Gunnarsdóttir var lengi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð en er nú tekin við landsliði Belgíu. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“ Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ Sjá meira
Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ Sjá meira