Körfubolti

Kominn úr banni en gleðin enn týnd

Siggeir Ævarsson skrifar
Jimmy Butler er kominn úr banni
Jimmy Butler er kominn úr banni vísir/Getty

Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút.

Butler sagði sjálfur að hann myndi haga sér eins og sannur atvinnumaður, mæta á allar æfingar og taka þátt í leikjum, þar til að stjórnendur Heat myndu finna út úr hans málum, en það entist ekki lengi. Hann var settur í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, að sögn stjórnenda.

Fyrir bannið hafði Butler ekki spilað neitt sérstaklega vel og virtist ekki hafa mikinn áhuga á að klára sína leiki með Heat með sæmd. Hann losnaði úr banninu fyrir leik liðsins gegn Denver Nuggets í gær og eins og sjá má á þessu myndbandi úr leikmannakynningu fyrir leik var kappinn ekki spenntur fyrir endurkomunni.

Liðsfélagar hans, Tyler Herro og Kevin Love, gerðu hvað þeir gátu til að hressa Butler en hann lét sér fátt um finnast.

Butler, sem er 35 ára, er lang launahæsti leikmaður Miami Heat með tæpar 49 milljónir dollara í árslaun. Það er því ekki einfalt verk fyrir Heat að setja saman spennandi tilboð fyrir önnur lið fyrir leikmann sem er kominn af léttasta skeiði og er 11. launahæsti leikmaður deildarinnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×